Fyrri myndin er klassísk Instagram-mynd, þau eru uppstillt og glæsileg. En þau eru ekki alveg jafn tilbúin á seinni myndinni.
Með færslunni skrifar hann: „Instagram VS. raunveruleikinn.“
Það er vinsælt hjá áhrifavöldum að birta myndir sem sýna að ekki er allt sem sýnist á samfélagsmiðlum. Síða finnska áhrifavaldsins Söru Puhto snýst einmitt um það út frá sjónarmiði jákvæðrar líkamsímyndar.
Aðrir sýna skoplegu hliðina og vekja athygli á að það sem þú sérð á Instagram er ákveðin glansmynd. Myndin sem þú sérð er kannski ein af hundrað sem voru teknar, það er búið að eiga við lýsinguna og svo framvegis.
Sóley Kristín Jónsdóttir, áhrifavaldur og OnlyFans-stjarna, birti mynd af sér frá ströndinni á Taílandi og síðan myndband sem sýndi hvað gerðist á bak við tjöld myndatökunnar.
View this post on Instagram