fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Þrettándinn er í dag og þá eru jólin kvödd

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 6. janúar 2023 09:17

Þrettándinn er í dag og þá er jólin kvödd með álfasöng og brennum. MYNDIR/ERNIR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrettándinn er í dag og margir halda hátíðlega upp á þennan dag og kveðja jólin með virtum. Þrettándinn er ávallt 6.janúar og er stytting á þrettándi dagur jóla og er almennt kallaður síðasti dagur jóla. Upphaflega hét hann opinberunarhátíð meðal Rómarkirkjunnar og hefur verið tengdur ýmsum kristnum trúaratburðum gegnum tíðina. Hann var fyrst talinn fæðingardagur Krists, áður en sú trú fluttist yfir á 25. desember. Á 4. og 5. öld fór að tíðkast að minnast fæðingarinnar þann 25. desember en skírnar Krists og Austurlandavitringanna 6. janúar. Vert er að geta þess að formlega var ákveðið með þetta fyrirkomulag árið 567 á 2. kirkjuþinginu sem haldið var í Tours í Frakklandi.

Kertasníkir snýr heim síðastur í kvöld

Á Íslandi hefur þrettándinn öðru fremur verið lokadagur jóla en eftir tímatalsbreytinguna árið 1700 munaði ekki miklu að hann bæri upp á sama dag og jólin hefðu annars byrjað samkvæmt gamla tímatalinu. Íslendingar undu því illa að færa jólin til með þessari tímatalsbreytingu og gaman er að geta þess að til dæmis í fyrsta almanakinu eftir tímatalsbreytinguna, sem Jón Árnason Skálholtsbiskup gaf út 1707, sjö árum eftir breytinguna, merkt við 5. janúar sem „jóladagurinn gamli“ og var hann alveg fram um 1900 kallaður „gömlu jólin“. Sá ruglingur sem tímatalsbreytingin olli kann að valda því að sagnir, þjóðtrú og siðir um þrettándann, jól og nýársnótt eru oft keimlíkar og svipar saman, sagnir eins og að kýr öðlist mannamál, selir kasti hamnum, að gott sé að sitja á krossgötum, leita spásagna og um vistaskipti álfa og huldufólks. Á þrettándanum fer Kertasníkir, síðastur jólasveina, frá mannabyggðum aftur til fjalla og þar með lýkur jólunum.

Álfabrennur og söngur

Algengt var og er enn í dag að gera sér dagamun í lok jóla og einnig var þrettándinn einskonar varadagur fyrir útiskemmtanir ef veður brást um áramót. Nær eini siðurinn sem tengist þrettándanum í dag, eru útiskemmtanir með brennu, dansi og söng. Þar koma fram álfar, tröll, jólasveinar og aðrir slíkir. Fólk kemur saman við brennuna með kyndla, skýtur upp síðustu flugeldunum frá áramótunum og syngur saman áramóta og álfasöngva. Má þar nefna þekktustu álfabrennurnar sem Vestmanneyingar halda og íþróttafélagið Haukar í Hafnarfirði. Einnig eru margar fjölskyldur sem kveðja jólin með virtum og bjóða til veislu með hátíðarmat eða pálínuboði þar sem boðið er upp á afganga af hátíðarmatnum og kræsingunum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart