fbpx
Fimmtudagur 29.september 2022
Fókus

Guðný Ósk og Snorri eru í fjölkæru sambandi – Fóru á sitthvort stefnumótið sama kvöldið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 19:03

Guðný Ósk og Snorri. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðný Ósk Þorsteinsdóttir, bóndi og OnlyFans-stjarna, og kærasti hennar, Snorri Þór, eru í opnu fjölkæru sambandi og hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið.

Í myndbandi, sem hefur fengið yfir 1,6 milljónir áhorfa, greinir Guðný frá því að þau Snorri séu á leiðinni á stefnumót – ekki saman heldur í sitthvoru lagi. Hún hjálpar Snorra að elda fyrir hans stefnumót og hann hjálpar henni að ákveða föt fyrir hennar stefnumót.

Sjá einnig: Guðný Ósk er ekki aðeins OnlyFans-stjarna – „Fólki finnst mjög klikkað að ég sé bóndi“

Það er óhætt að segja að myndbandið hafi verið umdeilt, það hafa á áttunda hundrað athugasemda verið ritaðar við það og netverjar höfðu nóg af spurningum. En það var ekki bara óhefðbundið sambandsform þeirra sem vakti athygli, heldur einnig maturinn – lasagna og soðnar kartöflur – og fatnaður Guðnýjar.

@iceth0t1 Im going in a date and my boyfriend too!! Wish us luck! #foryoupage #fyrirþig #fordigpage #fordig #poly #sway #polyamorous #polycouple #openrelationships ♬ Story Time – 11 Acorn Lane

Opinn með að vera opin

„Við kynntumst í apríl, frekar stutt síðan,“ segir Guðný í samtali við DV. „Hann vissi að ég var á OnlyFans og var mjög stuðningsríkur. Ég var að vinna með öðru fólki fyrir OnlyFans og hann var ekkert afbrýðisamur. Við vorum alveg búin að ræða öll mörk og hvað ég mætti gera sem hann var ókei með. Og ég hef alltaf verið fjölkær (e. poly) og vinir mínir líka, Ósk og Ingó, þannig að ég var mjög forvitin um að prófa þetta og hann var alveg frekar opinn fyrir þessu. Mig langaði líka að hann gæti haft sitt frelsi, því ég augljóslega hafði það, og það gengur bara vel,“ segir hún.

Myndbandið á TikTok var tekið fyrir fyrsta skiptið sem þau fóru á stefnumót með öðru fólki og segir Guðný að þau muni pottþétt endurtaka leikinn. Aðspurð um hvers vegna hún hafi ákveðið að deila þessu á TikTok segir hún:

„Vegna þess að þetta er ógeðslega umdeilt, því það kemur náttúrulega úr Biblíunni að kona og karl eiga að vera saman. En þetta er ekkert nýtt dæmi, því þetta hefur verið alltaf og það er ekkert náttúrulegt fyrir manneskju að vera með einni manneskju. Við erum ekki svanir. En fólk er samt alveg fast í þessari hugmynd og ef fólk vill skoða eitthvað þá heldur það því niðri eða heldur framhjá, og ég er ekki til í það,“ segir hún og hlær.

„Ég vil alltaf ræða hlutina áður en þeir gerast, annars er það framhjáhald. Það eru mismunandi reglur hjá öllum en okkar regla er að ræða allt áður en við gerum það, þannig við getum sagt eitthvað ef við erum ekki til í það.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by SlattySkratti (@slattyskratti)

Þau eru opin fyrir því að tengjast öðrum tilfinningalegum böndum en Guðný segir þau þó ekki vera að leitast eftir því.

„Eins og þegar ég kynntist Snorra var ég ekki að leita að sambandi – ég er nóg fyrir mig. En ef ég finn einhvern sem passar við mig, eða passar við okkur Snorra, þá er það hundrað prósent möguleiki en við erum alls ekki að leita að því,“ segir hún.

Afbrýðisemi

Í samræðum um fjölkær og opin sambönd segist fólk oft aldrei geta ímyndað sér að deila maka þar sem það sé svo afbrýðisamt. Aðspurð hvort afbrýðisemi hafi komið upp hjá þeim segist Guðný sjálf vera mjög afbrýðisöm manneskja.

„Ég er ógeðslega afbrýðisöm, ég er með jaðarpersónuleikaröskun og díla mjög mikið við afbrýðisemi. En ég elska aðrar konur og elska kærastann minn og geri mér alveg grein fyrir því að þær geta notið góðs af honum líka,“ segir hún.

„Og þetta snýst ekkert um að skipta einhverjum út, heldur skoða í kringum þig og gera það sem þú vilt og það er ekkert að halda þér aftur. Þetta snýst rosalega mikið um að tala saman, því afbrýðisemi er bara þú að vera óörugg með þig sjálfa og þarft bara að heyra frá hinni manneskjunni að þetta sé ekki rétt og haldi engu vatni, heldur bara eitthvað sem er í hausnum á þér.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by SlattySkratti (@slattyskratti)

„Þetta er alls ekki fyrir alla. Ég held ég hefði ekki getað gert þetta fyrir tveimur árum því ég var ekki á þeim stað andlega, ég var ekki nógu örugg með sjálfa mig. Ég var allt of lítil í mér og hefði byrjað að brjóta mig niður. En ég er á þeim stað núna þar sem ég treysti mér og elska mig. Það er ekkert sem ég myndi vilja breyta við mig og hef því enga ástæðu til að vera afbrýðisöm,“ segir hún.

Sjá einnig: Guðný segist hafa verið svikin um 700 þúsund krónur í Grikklandi – „Hún hótaði að setja okkur í fangaklefa“

Strákar með sætum stelpum sætari

Guðný Ósk og Snorri eru bæði á stefnumótaforritunum Tinder og Smitten og taka fram í „bio“ að þau séu í fjölkæru sambandi, eða eins og það er gjarnan kallað, að þau séu „poly princess“ og „poly prince“.

En hvernig er það með að finna einstaklinga sem eru tilbúnir að fara á stefnumót með einstaklingi í fjölkæru sambandi?

„Ég held það sé léttara fyrir stráka en erfiðara fyrir mig,“ segir Guðný Ósk og notar þvaghefðir belja sem dæmi.

„Þetta er mjög fyndið, þú veist eins og þegar beljur pissa; ef ein belja pissar þá pissa allar hinar beljurnar. Ég hef alveg tekið eftir því ef ég sé einhvern gaur og hann er með sætri stelpu þá finnst mér hann sætari því sæta stelpan vildi hann,“ segir hún og hlær.

„Þannig ef þær sjá að algjör skvísa er með honum þá bara: „Vá, hann hlýtur að vera algjört legend.“ En ég held að það sé vegna þess að konur treysta hver annarri. En allar stelpurnar sem Snorri hefur talað við eru rosalega „invested“ í að hann eigi kærustu og hann er rosalega opinn með það.“

Þegar þau fóru á sitthvort stefnumótið gekk stefnumótið hans Snorra vel, en ekki Guðnýjar þannig hún fór snemma heim og Snorri vildi endilega að þær myndu hittast því hann taldi að þeim myndi koma vel saman – sem þær gerðu. Í myndbandinu hér að neðan segja þau betur frá stefnumótunum.

@iceth0t1 Replying to @ch103.13 ♬ original sound – Icethot1

Umdeildasta lasagnað á netinu í dag

Það var ekki einungis sambandið þeirra sem var í brennidepli netverja, heldur einnig lasagnað sem þau matreiddu ásamt soðnum kartöflum. Maturinn var jafn umdeildur, ef ekki umdeildari en sambandið og segist Guðný ekkert botna í viðbrögðum netverja.

„Mér fannst þetta svona séríslenskt dæmi, soðnar kartöflur, lasagna, sulta og hvítlauksbrauð. Bara solid, klikkar ekki.“

Ekki nóg með matarvalið þá höfðu netverjar miklar áhyggjur af ostinum á lasagnanu. „Ég setti það ekki í ofninn áður en ég fór þannig fólk hafði miklar áhyggjur af ostinum, mjög miklar. Þetta er umdeildasta lasagnað á TikTok eins og er,“ segir hún.

Hvað fannst stefnumótinu hans um lasagnað og kartöflurnar?

„Henni fannst það geggjað! Hún skrifaði meira að segja við myndbandið: „Hey, ég er deitið. Ég myndi aldrei stela kærustunni hans og lasagnað var geggjað.“

Var ekki á samfélagsmiðlum

Áður en Snorri og Guðný byrjuðu saman var hann ekki á samfélagsmiðlum. Aðspurður hvort það sé ekki mikil tilbreyting að fara frá því að vera með enga nærveru á samfélagsmiðlum í að vera í „viral“ myndbandi segist honum þykja það lítið mál.

„Mér finnst bara skemmtilegt að sjá hvað fólk er mikið að hata okkur, en líka hvað mörgum finnst skemmtilegt og heilbrigt að sjá frá sambandinu okkar,“ segir hann.

Guðný ætlar að halda áfram að vera dugleg að sýna frá sambandi þeirra á TikTok og geta áhugasamir fylgst með hér. Einnig er hægt að skoða Instagram-síðu hennar og fleiri síður, eins og OnlyFans, með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Töfruðu fram matarupplifanir á heimsklassa sem slógu í gegn í Eyjum

Töfruðu fram matarupplifanir á heimsklassa sem slógu í gegn í Eyjum
Fókus
Í gær

Afhjúpar sorglegu ástæðuna fyrir þyngdartapinu eftir að áhorfendur lýstu yfir áhyggjum

Afhjúpar sorglegu ástæðuna fyrir þyngdartapinu eftir að áhorfendur lýstu yfir áhyggjum