fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Guðný segist hafa verið svikin um 700 þúsund krónur í Grikklandi – „Hún hótaði að setja okkur í fangaklefa“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 9. júlí 2022 12:00

Guðný og Ósk segja farir sínar ekki sléttar frá Grikklandi. Aðsendar myndir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

OnlyFans-stjarnan og bóndinn Guðný Ósk Þorsteinsdóttir ætlaði að verja sumrinu í Maliu í Grikklandi með vinkonu sinni og klámstjörnunni Ósk Tryggvadóttur – en þær enduðu með að koma heim tveimur mánuðum fyrr, sviknar um 700 þúsund krónur.

Þær ætluðu að starfa í Grikklandi sem skemmtikraftar á skemmtistað í Maliu en sneru heim eftir nokkrar vikur. Í júní ræddi DV við Ósk um upplifun hennar í Grikklandi. Hún sagði frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir á umræddum skemmtistað, sviknu loforð yfirmannanna úti og ákvörðunina að koma snemma heim.

Guðný Ósk hefur slegið í gegn á OnlyFans og heldur úti vinsælli Instagram síðu

Sjá einnig: Ósk var beitt kynferðisofbeldi á skemmtistað í Grikklandi á fimmtudaginn – „Ég fraus“

Ósk og Guðný. Aðsend mynd.

Guðný tekur undir með Ósk um að þeim hefði verið lofað öllu fögru og vinnan hefði ekki staðist væntingar. Auk þess töpuðu þær 700 þúsund krónum eftir að hafa verið sviknar af hótelinu sem þær dvöldu á.

„Það var ótrúlega gaman að vera með vinkonu minni á sólarströnd en þetta bara stóðst ekki væntingar. Þessi klúbbur sem við vorum að vinna hjá var búinn að lofa öðrum fríðindum en við fengum og við vorum bara að búast við meiru. Hún var eldspúarinn (e. fire performer) í júní og ég átti að vera eldspúarinn í júlí, þá ætlaði hún heim og passa hundinn sinn. Þannig við ætluðum að vera þarna í þrjá mánuði, frá júní til ágúst,“ segir Guðný.

„Við pöntuðum gistingu fyrir þessa þrjá mánuði en okkur var sagt að við gætum fengið fulla endurgreiðslu ef þetta myndi ekki ganga eftir.“

Guðný segir að þær hefðu fundið fyrir menningarmun í Maliu og hún varð vör við mikið kynjamisrétti. „Við vorum með vin okkar þarna úti og hann var alltaf ávarpaður fyrst, þar til fólk fattaði að það vorum við sem vorum með peninginn,“ segir hún.

Vinkonurnar í sólbaði í Grikklandi. Aðsend mynd.

Gekk út eftir fyrstu vaktina

„Það var mikið áreiti á þessum skemmtistað. Ég vann eina vakt og kláraði hana ekki einu sinni, heldur labbaði út. Þetta var bara eitthvað djók,“ segir hún.

„Mig langaði bara ekkert að vinna á þessum skemmtistað og ekki heldur stráknum sem var með okkur því þetta var bara ekki boðlegt. Þannig við fórum á hótelið og sögðum: „Heyrðu, þetta gekk ekki eftir vonum. Getum við fengið endurgreiðsluna sem þú talaðir um?“ Við vorum þá spurðar hvort við værum með það skriflegt í tölvupósti, sem við vorum ekki með,“ segir Guðný og bætir við að samningurinn um endurgreiðsluna hefði verið munnlegur.

„Við vorum ekki nógu varkárar, við vorum ekki með þetta á tölvupósti og töpuðum 700 þúsund kalli hjá hótelinu. Þau komu mjög illa fram við okkur, það var líka allt vitlaust á hótelinu. Ísskápurinn lak og hurðin læstist ekki. Já, þetta var rosalega slæmt.“

Aðsend mynd.

Gátu ekki bókað í gegnum AirBnB

„Við fundum hótelíbúðirnar í gegnum AirBnB og mig langaði að bóka í gegnum síðuna, því það er öruggast. En fólkið sem rekur hótelið sagði að það væri ekki hægt að bóka í gegnum AirBnB og það þyrfti að bóka „undir borði“ og sögðu að ég fengi afslátt ef ég myndi gera það þannig. Ég var alveg nógu glær og vitlaus til að gera það og auðvitað fékk ég ekki endurgreitt. En ég lét AirBnB vita, þannig þau geta ekki auglýst í gegnum síðuna og farið svo á bak við þau,“ segir hún.

Hótelið var eins konar íbúðakjarni með sundlaug. Guðný leigði eina íbúð og Ósk aðra. Hún segir að þær hefðu byrjað að taka upp samtöl sín við konuna sem leigði þeim íbúðirnar. „Við vorum með upptöku þar sem hún hótaði að setja okkur í fangaklefa út af engu. Þetta var ógnvekjandi, þessi kona var með mjög stuttan þráð,“ segir Guðný.

„Hún eiginlega froðufelldi yfir okkur. Það sáu þetta allir, hinir gestirnir sáu þetta og voru hneykslaðir á henni.“

Guðný lýsir hegðun konunnar nánar. „Hún vildi fá allt í seðlum. Við borguðum tvo mánuði fyrirfram en vildum ekki borga rest strax, við ætluðum aðeins að bíða og sjá hvernig færi en þær bara bönkuðu á hverjum einasta morgni á tíu mínútna fresti og sögðust vilja reiðufé strax. Ég spurði hvort ég mætti borga í gegnum posa en var sagt að þær tækju aðeins við seðlum. Það voru mörg svona rauð flögg sem ég hefði mátt taka eftir.“

Guðný Ósk. Aðsend mynd.

„Ég ætla að prófa að senda lögfræðibréf, það er lögfræðingur í fjölskyldunni, en ég vil annars ekki að eyða meiri orku í þetta. Ég ætla bara að vinna þetta upp á OnlyFans,“ segir Guðný.

Helsta ráðið sem hún gefur öðrum ferðamönnum er að passa að hafa allt á pappír. „Passið að hafa allt á pappír. Allt á svarthvítu. Við brenndum okkur á því,“ segir hún.

„Ég hefði ekki sleppt þessu en þetta hefði mátt fara öðruvísi.“

Nánar má sjá af Guðný Ósk á Instagram síðu hennar.

Guðný Ósk verður í sunnudagsviðtali DV í fyrramálið. Þar ræðir hún um bóndastörfin, OnlyFans og nautið Guttorm sem á stóran aðdáendahóp á netinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana