fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Guðný Ósk er ekki aðeins OnlyFans-stjarna – „Fólki finnst mjög klikkað að ég sé bóndi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 10. júlí 2022 09:03

Guðný Ósk Þorsteinsdóttir. Aðsendar myndir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðný Ósk Þorsteinsdóttir á sér margar hliðar. Hún er bóndi, OnlyFans-stjarna og vegan femínisti með drauma um dýraathvarf og sveitaparadís.

Guðný var alin upp á bóndabæ á Suðurlandi, þar sem hún býr enn og starfar sem bóndi við hlið foreldra sinna. Hún heldur úti tveimur OnlyFans-síðum. Önnur er tileinkuð bóndastörfunum en hin er fyrir erótískt efni.

„Fólki finnst þetta mjög skondið að ég sé bóndi og þetta hefur alveg aukið vinsældir mínar á OnlyFans, því ég var að gera bústörfin í þernubúning og svona, moka skít, þjálfa hesta og fara á nautabak til dæmis,“ segir hún.

Guðný gengur undir nafninu Icethot1 á samfélagsmiðlum og OnlyFans, sem er að hennar sögn létt grín og tilvísun í landsfrægt notendanafn  á Ashley Madison-síðunni á sínum tíma.

Eins og fyrr segir heldur hún úti tveimur mismunandi OnlyFans síðum. Önnur síðan er tileinkuð sveitabænum: „Icethot1 Behind the scenes“. Þar sýnir hún frá lífinu á sveitabænum, oghvernig það er að vera bóndi. Á hinni síðunni, „Icethot1 VIP“, selur hún erótískt efni, ýmist af sér sjálfri eða með öðrum.

„Ég komst að því að það eru rosalega margir sem hafa ekki séð belju og vita ekki að hún þarf að eiga kálf til að mjólka. Það eru rosalega margir sem vita rosalega lítið um bóndabæi og hvaðan maturinn þeirra kemur. Þannig mér finnst mjög gaman að sýna fólk:  Hér er Guttormur, hann er naut og verður hamborgari seinna í haust,“ segir hún.

Byrjaði sem bóndi

„Ég byrjaði bara sem bóndi á OnlyFans, var að gera álfa „cosplay“, sýna skemmtilega förðun og sýna frá sveitabænum mínum. Síðan seinna kynntist ég Ósk og Ingó og byrjaði að fara í samstarf með öðrum,“ segir hún.

Hér má sjá Guðnýju í álfa cosplay.

Kærustuparið Ósk Tryggvadóttir og Ingólfur Valur Þrastarsson vöktu fyrst athygli landsmanna fyrri hluta árs 2021 þegar þau stigu fram í viðtali og lýstu starfi sínu á OnlyFans. Síðan þá hafa þau verið ófeimin við að ræða hreinskilið og hispurslaust um vinnuna og samband sitt, sem er fjölkært og opið.

Sjá einnig: OnlyFans skandallinn sem setti allt í háaloft – „Við settumst bara niður, skjálfandi, svitnandi og grátandi“

Aðspurð hvort það veki sérstakan áhuga hjá fólki þegar það kemst að því að hún sé bóndi og klámstjarna svarar hún játandi. „Fólki finnst mjög klikkað að ég sé bóndi, fólki finnst það alltaf áhugavert.“

Var það þá aldrei planið að byrja að gera kynferðislegt efni á OnlyFans eða breyttist það með tímanum?

„Ég meina, fólk er alltaf að fara að rúnka sér yfir mér. Ég ætla allavega að fá borgað fyrir það.“

Var lítið mál fyrir þig að taka það skref?

„Já, það gera þetta allir. Ég er bara að reyna að gera þetta siðferðislega rétt. Það horfa allir á klám og það eru allir að fara að horfa á klám. En ég get allavega gert það siðferðislega rétt, svo það eru ekki konur uppdópaðar og það er verið að misþyrma þeim til þess að búa til klám. Ég hef alltaf hatað klám og aldrei horft á það. Þannig það var mjög erfitt fyrir mig að búa það til því ég vissi ekki neitt. Ég þurfti að googla allar beiðnirnar mínar.“

Beiðnir er eitthvað sem áskrifendur geta óskað eftir, Guðný ræður því svo hvort hún taki beiðninni og hvað hún rukkar fyrir hana.

Hún viðurkennir að sumar kvöldstundir hennar hafi verið frekar skrautlegar – sem og leitarsaga hennar á Google.

Guðný Ósk. Aðsend mynd.

Gerir þetta á sínum forsendum

„Ég auglýsi mig bara sem bónda og förðunarfræðing. En ef þú borgar þá færðu að vita hvað ég geri meira, það fær enginn að vita það nema þeir borgi. Ég auglýsi ekki að ég sé í klámiðnaðinum en ef þú borgar mikið fyrir það – tæpan þrjú þúsund kall – þá geturðu fundið þannig efni. Ég hef fengið að heyra að ég sé mjög dýr og ströng á OnlyFans en ég er bara að gera þetta á mínum forsendum, það getur enginn sagt mér hvort ég sé of dýr eða ekki.“

Aðgangurinn er rúmlega 2700 krónur á mánuði, eða 20 Bandaríkjadalir, og svo þarftu að borga aukalega fyrir meira efni.

„Ég geri alveg myndbönd stundum þegar ég hitti Ósk en þau eru dýr, kosta alveg tólf þúsund kall,“ segir hún.

„Það kaupa langflestir svona pakka (e.bundles), svona þar sem ég er á nautabaki í fallegum kjól. Þetta byrjaði voða lítið sem kynferðislegt. En stundum geri ég svona samstarf eins og ég gerði í vikunni með Ósk, við vinnum mikið saman.“

Sjá einnig: Guðný segist hafa verið svikin um 700 þúsund krónur í Grikklandi – „Hún hótaði að setja okkur í fangaklefa“

Vegan bóndi

„Það er ótrúlega gaman að fá að sýna frá bóndabænum og mér finnst samfélagsmiðlar ótrúlega skemmtilegir og gaman að geta notað minn vettvang, því ég er vegan og rosalega hávær um það og líka algjör femínistabeygla,“ segir hún.

Aðspurð hvernig það sé að vera vegan og vinna á bóndabæ segir Guðný það oft erfitt.

„En ég virði foreldra mína og þeirra ákvarðanir. Ég hjálpaði þeim að slátra þó ég væri vegan af því að ég ætlaði ekki að láta þau eyðileggja bakið sitt. Þetta verður gert, hvað sem ég segi. Núna er dýrunum ekki slátrað á bóndabændum og þegar sláturbíllinn kemur þá leiði ég nautin mín rólega inn, ekkert vesen og þau treysta mér. Það er ömurlegt,“ segir hún.

„Þau treysta mér, ég get farið á bakið á þeim. Naut eru yndisleg ef þú sýnir þeim ást.“

Guðný Ósk og nautin. Aðsend mynd.

Náttúruparadís

Það er tvennt sem Guðný er að safna fyrir núna. „Borvél og nautinu Guttorm,“ segir hún.

Hana langar að kaupa Guttorm svo hún geti farið með hann í dýraathvarfið Líflukka. „Hann er með frekar stóran aðdáendahóp á netinu,“ segir hún.

Guðný á bóndabæinn með foreldrum sínum og mun síðan taka við rekstrinum af þeim þegar að því kemur.

„Ég er bara að hjálpa foreldrum mínum með þetta núna á meðan þau eiga þetta, en ég og litla systir mín erum báðar vegan og ætlum að taka við bóndabænum þegar við verðum stórar og þá ætlum við að gera þetta að dýraathvarfi. Við erum með AirBnB eins og er og viljum halda áfram með það. Okkur langar að opna vegan veitingastað hérna líka og gera þetta að lítilli paradís. Þetta er paradís, það eru vötn hérna, þú getur farið á bát, farið á bak á nautum og hestum. Ég vil að allir séu vinir og enginn sé að borða neinn,“ segir hún.

„Ég er mjög spennt og mun fjármagna þetta allt með OnlyFans. Ég er mjög bjartsýn,“ segir Guðný um framtíðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar