fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

„Þú hlýtur að vera hryðjuverkamaður,“ sögðu börnin við Eddu

Fókus
Miðvikudaginn 6. júlí 2022 20:30

Edda Falak. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aktivistinn Edda Falak þurfti að gjalda uppruna síns í æsku. Hún er hálflíbönsk og var hann strítt á því að hún þótti framandi í útliti og bar erlent millinafn. „Þú hlýtur að vera hryðjuverkamaður,“ var meðal þess sem börnin sögðu við Eddu. Hún lærði snemma að standa með sjálfri sér, hefur sterka réttlætiskennd og lætur gagnrýni ekki á sig fá.

Edda var í viðtali í þættinum „Fram og til baka“ á Rás 2, en umsjónarmaður er Felix Bergsson. Vefur RÚV greinir frá efni þáttarins.

Í þættinum kemur fram að Edda missti móður sína er hún var á fermingaraldri. Segir að móðurmissirinn hafi kennt Eddu margt og mótað hana.  „Ég held ég hafi fengið sjálfstæðið mitt og lært að stóla á sjálfa mig. Ég held að líf mitt hafi breyst töluvert og ég varð miklu sjálfstæðari og ákveðnari, bara, heyrðu ég þarf einhvern veginn að passa upp á mig,“ segir hún.

Edda var búsett í sex ár í Danmörku en flutti til Íslands fyrir einu og hálfu ári.  Skömmu eftir heimkomuna til Íslands varð Edda landsþekkt vegna baráttu sinnar gegn kynbundnu ofbeldi og fræg hlaðvarpsviðtöl við þolendur.

Mjög margir vilja komast í viðtal við Eddu og segist hún fá flóð skilaboða frá fólki sem gengið hefur í gegnum skelfilega reynslu. Stundum tekur þetta á. „Einhvern tíma missir maður líka hausinn. Það er endalaust áreiti og endalaust fólk að segja mér frá sínu tráma.“

Edda greinir einnig frá neikvæðu áreiti en margir tala um hana með hatursfullum hætti í kommentakerfum og senda henni neikvæð skilaboð. Hún lætur þetta ekki á sig fá.  „Áreiti í einkaskilaboðum, mér er eiginlega alveg sama um trúða sem eru þar og ég skoða aldrei kommentakerfið,“ segir Edda.

Sjá nánar á vef RÚV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur