fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Chris Rock tjáir sig loks um kinnhestinn fræga

Fókus
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega muna færri eftir því hver hlaut Óskarsverðlaunin eftirsóttu í ár samanborið við þá sem muna eftir stærstu uppákomunni á verðlaunahátíðinni, eftirminnilega kinnhestinn sem leikarinn Will Smith rak grínistanum Chris Rock.

Chris Rock stóð upp á sviði og var að reita af sér brandarana þar sem til hann sagði brandara sem Will Smith þótti fara yfir strikið, en brandarinn varðaði eiginkonu SmithsJada Pinkett SmithWill brást við með því að rjúka upp á sviðið þar sem hann sló Rock utanundir af töluverðum krafti.

Um fátt annað var rætt í Hollywood næstu daga. Var þetta sviðsett? Var þetta hetjudáð hjá Smith að verja heiður konu sinnar eða gekk hann rækilega yfir strikið?

Chris Rock hefur nú loksins opnað sig um atvikið. Hann var með sýningu á sunnudaginn þar sem sagðist sjá fyndnu hliðarnar á atvikinu. Hann mun hafa sagt: „Þeir sem halda því fram að orð geti meitt hafa greinilega aldrei verið kýldir í andlitið.“

Chris tók fram að þetta hafi verið virkilega sársaukafullt. „En ég hristi þetta af mér og mætti í vinnuna daginn eftir. Ég fer ekki upp á spítala með smá skeinu.“

Grínistinn Kevin Hart kom svo Chris á óvart um helgina. Hann gaf Chris ekki kinnhest heldur geit. En orðið geit hefur verið notað til að lýsa þeim eða því sem er það besta í heimi eða á ensku : The greatest off all time (GOAT).

Annar grínisti, Dave Chappell mætti svo á sviðið og gerði gott svo betur er hann tilkynnti nafn geitarinnar – sem er Will Smith.

Atvikið átti að vera krúttlegt, enda átti geitin að tákna hvað Hart lítur mikið upp til Rock. Hins vegar var geitin ekkert sérstaklega samvinnufús og þakkaði fyrir sig pent með því að skíta á skóinn hans Rock.

Því hefur Rock í tvígang á einu ári lent í neikvæðum upplifunum á sviði með Will Smith. Annars vegar var honum rekinn líklega með þeim frægari kinnhestum síðari ára, og hins vegar skeit Will Smith á skóna hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát