fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fókus

Makalaust grín gert að Jordan Peterson – Sagði fyrirsætu ekki vera fallega og hætti svo á Twitter

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 17. maí 2022 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíski sálfræðingurinn Jordan B. Peterson tilkynnti fyrir stuttu að hann ætlaði að kveðja Twitter og sagði samfélagsmiðilinn vera „eitraðan“ og „grimman.“

Brottför hans af samfélagsmiðlinum kemur í kjölfar þess að hann var harðlega gagnrýndur og hafður að háði og spotti eftir að hafa lýst því yfir að fyrirsætan Yumi Nu væri ekki falleg.

Yumi Nu er fyrsta asíska-ameríska fyrirsætan í stærri stærð (e. plus-size) til að vera framan á forsíðu Sports Illustrated.

„Afsakið. Ekki falleg. Og ekkert umburðarlyndi með valdboði mun breyta því,“ sagði Petersen í Twitter-færslunni og birti mynd af Yumi á forsíðunni.

Óhætt er að segja að viðbrögðin netverja hafi verið kröftug. Yfir þrjú þúsund manns hafa deilt færslunni og eru komnar yfir sjö þúsund athugasemdir við hana, langflestar neikvæðar í garð sálfræðingsins.

Margir netverjar velta því fyrir sér af hverju honum fannst þörf á því að tjá sig um útlit fyrirsætunnar.

Fjöldi fólks síðan stólpagrín að Peterson en tístin hér að neðan eru aðeins lítið brot af holskeflu neikvæðra athugasemda sem hann fékk.

Jordan Peterson er með yfir 2,7 milljón fylgjendur á Twitter. Hann sagðist hafa framkvæmt tilraun fyrir stuttu, þar sem hann skoðaði ekki Twitter í þrjár vikur. Eftir að hann byrjaði að nota miðilinn aftur tók hann eftir því að lífi hans „varð strax verra.“

Rithöfundurinn sagðist ætla að kveðja samfélagsmiðilinn enn á ný, og ætlar að skrifa grein um vandamálin sem hann telur vera í kringum vettvanginn.

Ekki er vitað hvort það hafi verið gagnrýnin, sem hann fékk vegna ummæla hans um Yumi Nu, sem gerði útslagið, eða eitthvað annað. En það er vert að taka fram að hann tilkynnti um brottför sína af miðlinum beint í kjölfar þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjólar í fyrrverandi prinsinn og sparar ekki stóru orðin – „Hann er fáfróður, frekur og heimskur“

Hjólar í fyrrverandi prinsinn og sparar ekki stóru orðin – „Hann er fáfróður, frekur og heimskur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pattra ósátt við frétt Vísis um skilnaðinn: „Að gera það svo á þennan ósmekklega máta finnst mér fyrir neðan allar hellur!“

Pattra ósátt við frétt Vísis um skilnaðinn: „Að gera það svo á þennan ósmekklega máta finnst mér fyrir neðan allar hellur!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar og Sigmundur Ernir ljúka bókakonfektinu í ár

Gunnar og Sigmundur Ernir ljúka bókakonfektinu í ár
Fókus
Fyrir 5 dögum

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar

Segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Grænland geymir mestu ráðgátu Norðurlandasögunnar

Grænland geymir mestu ráðgátu Norðurlandasögunnar