fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fókus

OnlyFans fyrirsæta og snillingur lætur karlmenn taka greindarvísitölupróf á fyrsta stefnumóti

Fókus
Fimmtudaginn 12. maí 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

OnlyFans-stjarna sætir harðri gagnrýni fyrir að láta karlmenn taka greindarvísitölupróf á fyrsta stefnumóti, og þeir þurfa að fá ákveðna niðurstöðu þeir vilja fara á annað stefnumót.

Bandaríska fyrirsætan Candice Kloss kom fram í Good Morning Britain í gærmorgun til að ræða um þessa tilteknu kröfu sem hún setur á tilvonandi kærasta.

Candice vakti heimsathygli í fyrra þegar það kom fram að hún væri bókstaflega snillingur. Greindarvísitala hennar er 136 og hún er þar með greindari en 98 prósent jarðarbúa. Hún hefur einnig verið meðlimur í Mensa síðan hún var sextán ára, en Mensa eru alþjóðleg samtök fólks með háa greind.

Fyrirsætan fór í háskóla aðeins sautján ára gömul, en hætti í námi til að snúa sér að öðru og rekur nú mjög vinsæla OnlyFans síðu.

Hún segist aðeins deita karlmenn sem eru með greindarvísitölu sem er 110 eða hærri. Hingað til hafa aðeins tveir karlmenn samþykkt að taka prófið, og báðir náðu því.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Candice Kloss (@candicekloss)

Candice var harðlega gagnrýnd af netverjum eftir þáttinn en hún stendur fast á sínu og segir að hún vill „bara vera viss að það sé þess virði að fara á annað stefnumót.“

„Það eru margir karlmenn sem eru myndarlegir en þeir eru ekki gáfaðir, og það hefur áhrif á heildarmyndina. Hvernig er hægt að njóta sín með einhverjum ef það er engin tenging? […] Þú þarft ekki að vera stærðfræðisnillingur en þú ættir að geta haldið uppi samræðum og verið yfirburðagáfaður í allavega einu fagi,“ segir hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Candice Kloss (@candicekloss)

Fyrirsætan sagði að það eru ekki aðeins bókagáfur sem heilla hana heldur einnig „götugáfur“ (e. street smarts).

„Ég laðast að gáfuðum karlmönnum sem eru með gott skopskyn, ævintýragjarnir, hreinskiptir og skemmtilegir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Í gær

„Fjögur ár af ást“

„Fjögur ár af ást“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun