Þær fóru um víðan völl í þættinum. Kim opnaði sig um hversu erfitt það væri að deila sameiginlegri forsjá með Kanye West yfir börnunum þeirra fjórum. Hún ræddi einnig um lögfræðinámið og margt annað, eins og fagurfræðilegu hugmyndina á bak við hönnun skrifstofu hennar og klæðnað starfsmanna.
Kim, sem á bæði fatafyrirtækið Skims og húðlínuna SKKN, sagði að skrifstofan hennar væri eins og húsið hennar, minimalískt og einlita. Og af því að hún er svo trú þessum hönnunarstíl þurfa starfsmenn að fylgja frekar ströngum reglum um klæðnað.
„Fólk sem vinnur hérna eru öll í stíl, er það viljandi?“ spurði Angie.
„Algjörlega. Við erum með búninga,“ sagði Kim.
„Þetta er ekki svona hefðbundinn búningur, heldur bara litapalletta. Það er handbók.“
Hún útlistaði síðan leyfilega liti. „Gráir litir, svartur, dökkblár, hvítur, kremaður og khaki grænn. Allt hlutlausir litir og ekki mikið um að ólíkir litir komi saman (e. color blocking).“
Raunveruleikastjarnan sagði að starfsmennirnir væru ánægðir með þessar fatareglur því þær gerðu alla svo „zen“.