fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fókus

Strangar fatareglur Kim Kardashian fyrir starfsmenn vekja athygli

Fókus
Fimmtudaginn 29. desember 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian var gestur Angie Martinez í hlaðvarpsþættinum IRL fyrr í vikunni.

Þær fóru um víðan völl í þættinum. Kim opnaði sig um hversu erfitt það væri að deila sameiginlegri forsjá með Kanye West yfir börnunum þeirra fjórum. Hún ræddi einnig um lögfræðinámið og margt annað, eins og fagurfræðilegu hugmyndina á bak við hönnun skrifstofu hennar og klæðnað starfsmanna.

Kim, sem á bæði fatafyrirtækið Skims og húðlínuna SKKN, sagði að skrifstofan hennar væri eins og húsið hennar, minimalískt og einlita. Og af því að hún er svo trú þessum hönnunarstíl þurfa starfsmenn að fylgja frekar ströngum reglum um klæðnað.

„Fólk sem vinnur hérna eru öll í stíl, er það viljandi?“ spurði Angie.

„Algjörlega. Við erum með búninga,“ sagði Kim.

„Þetta er ekki svona hefðbundinn búningur, heldur bara litapalletta. Það er handbók.“

Hún útlistaði síðan leyfilega liti. „Gráir litir, svartur, dökkblár, hvítur, kremaður og khaki grænn. Allt hlutlausir litir og ekki mikið um að ólíkir litir komi saman (e. color blocking).“

Raunveruleikastjarnan sagði að starfsmennirnir væru ánægðir með þessar fatareglur því þær gerðu alla svo „zen“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Sweeney hannar eigin undirfatalínu með stuðningi Jeff Bezos

Sweeney hannar eigin undirfatalínu með stuðningi Jeff Bezos
Fókus
Fyrir 6 dögum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum
Fókus
Fyrir 1 viku

Nýr kærasti Jennifer Aniston – Heillandi gúru með litríka fortíð

Nýr kærasti Jennifer Aniston – Heillandi gúru með litríka fortíð
Fókus
Fyrir 1 viku

Guðni Th. mælir með Þorskasögu

Guðni Th. mælir með Þorskasögu