fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Fækkuðu fötum til að hjálpa konu í bænum

Fókus
Miðvikudaginn 7. desember 2022 12:42

Mynd: Facebook/Crookwell Bares All

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar íbúar í bænum Crookwell í Ástralíu komust að því að Ally Jaffrey, 32 ára kona í bænum, var komin aftur með sjaldgæft krabbamein ákváðu þeir að slá höndum saman og fækka fötum fyrir framan myndavél. Myndirnar sem voru teknar prýða nú nektardagatal sem er til sölu til styrktar Ally og fjölskyldu.

Mynd: Facebook/Crookwell Bares All

Ally er afar þakklát íbúum bæjarins fyrir framtakið. „Það er fallegt að vera hluti af samfélagi sem er svona umhugað um aðra – það er erfitt að koma því í orð hvernig það er að finna svona beint fyrir því,“ segir hún í samtali við Daily Star.

Mynd: Facebook/Crookwell Bares All

Það tók ekki langan tíma fyrir samfélagið í bænum að útbúa dagatalið en það var komið úr prenti aðeins fjórum vikum eftir að hugmyndin kom. Scott Butz, sú sem fékk hugmyndina um að gera dagatalið, segir að einungis tveimur sólahringum eftir að henni datt þetta í hug voru 150 íbúar og 56 fyrirtæki í bænum búin að skrá sig til að hjálpa. Butz segir að Ally og eiginmaður hennar Cody séu yndisleg og að þau spili stórt hlutverk í samfélaginu í bænum.

Mynd: Facebook/Crookwell Bares All

„Ég held að þegar allir vissu af hverju við vorum að gera þetta og fyrir hverja við vorum að gera þetta þá þurfti ekki mikið til að sannfæra neinn,“ segir Butz í samtali við ABC. Þá segir Butz að þetta framtak sýni vel hvað andinn í bænum er góður. „Allir hlaupa undir bagga fyrir hvort annað, styðja við hvort annað, sem er svo frábært.“

Hægt er að kaupa dagatalið og styrkja Ally hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn
Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“