fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

„Á aðfangadag í ár eru 23 ár liðin frá því að faðir minn tók eigið líf“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. desember 2022 20:25

Anna Margrét Bjarnadóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta segir Anna Margrét Bjarnadóttir í áhrifaríkum pistli sem birtist á Vísir.is. Anna er rithöfundur og sjálfboðaliði, búsett í Bandaríkjunum. Pistillinn fjallar um sorg í aðdraganda jólanna. Í byrjun greinir Anna frá eigin áföllum í lífinu og sorgina er nær dregur jólum:

„Á aðfangadag í ár eru 23 ár liðin frá því að faðir minn tók eigið líf. Hann var þá 46 ára og ég 22 ára. Fyrir síðastliðin jól uppgötvaði ég að ég væri búin að lifa jafn lengi með pabba og án pabba. Í sumar voru átta ár síðan mamma dó úr krabbameini og við systkinin vorum orðin foreldralaus.

Fyrstu árin eftir sjálfsvíg pabba þá fékk ég alltaf mikinn þunga í sálina þegar leið að jólum. Sérstaklega fannst mér nóvember oft erfiður. En ég ákvað strax eftir að pabbi lést að reyna eins og ég gæti að njóta jólanna enda ólst ég upp við mikla ást til jólanna; mamma hlustandi á jólalögin í útvarpinu allan daginn, amma bakandi 100 sortir og afi að missa sig í jólaseríunum. Nú eru þau öll látin og ég á engin ömmu eða afa á lífi.“

Anna vinnur gegn þessum tilfinningum með því að skapa ljúfa jólastemningu með sinni fjölskyldu og minnast látinna fjölskyldumeðlima. Hún segir ennfremur:

„Það þyrmir yfir marga þegar styttist í jólin og einnig þegar fæðingar- og dánardagar fallinna ástvina nálgast. Síðan getur létt aðeins á fólki þegar dagsetningarnar eru liðnar. Stundum finnst okkur eins og aðrir eigi að skilja eða muna hvers vegna þyrmir yfir okkur á ákveðnum tímum ársins. En annað fólk les ekki hugsanir okkar og því getur stundum verið betra að segja beint út við okkar nánustu eitthvað á þessa leið: “Æ, veistu, núna þyrmdi bara yfir mig saknaðartilfinning, það er svo stutt í dánardaginn/afmælisdaginn/jólin.” Persónulega finnst mér stundum hjálpa aðeins að kveikja á kerti fyrir þá sem ég er að minnast, setja uppáhaldstónlistina þeirra á fóninn og hugsa fallega til þeirra.“

Gaf út bók um sorgina eftir sjálfsvíg ástvina

Fyrr á þessu ári gaf Anna út bókina Tómið eftir sjálfsvíg – Bjargráð til að lifa með sorginni. Í bókinni eru 12 frásagnir fólks sem misst hefur ástvin í sjálfsvígi auk þess að deila eigin reynslu af föðurmissinum. Vonast hún til að bókin geti reynst gagnleg þeim sem ganga í gegnum missi eftir sjálfsvíg eða skyndilegt lát ástvinar.

 

 

Í pistlinum greinir Anna einnig frá sjálfsboðaliðastörfum sínum í tengslum við arfgeng krabbamein. Hún er sjálf BRCA arfberi og lifir með aukinni hættu á krabbameini, auk þess sem hún hefur misst marga ástvini úr sjúkdómum.

Pistilinn í heild má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone