Kóreski leikarinn O Yeong-su, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Squid Game, hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni. Yeong-su, sem er iðulega kallaður Herra O, er gefið að sök að hafa káfað á ónefndri konu árið 2017. Leikarinn, sem er 78 ára gamall neitar sök í málinu.
Í frétt BBC kemur fram að konan hafi lagt fram kæru í desember á síðasta árið en málið hafi verið fellt niður í apríl eftir stutta rannsókn. Rannsóknin hafi svo nýlega hafist að nýju og nú hafi ákæra verið gefin út.
Stjarna Herra O hefur aldrei skinið skærar í heimalandi sínu. Hann varð fyrsti Suður-kóreski leikarinn til að vinna til Golden Globe verðlauna fyrir hlutverk sitt í Squid Game-þáttunum sem óvænt urðu vinsælasta sjónvarpsefnið í sögu Netflix streymisveitunnar.
Í kjölfar ákærunnar var umfangsmikilli auglýsingaherferð með Herra O í fararbroddi slaufað í Suður-Kóreu.