fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Squid Game-leikarinn ákærður fyrir kynferðislega áreitni

Fókus
Laugardaginn 26. nóvember 2022 10:36

O Yeong-su

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kóreski leikarinn O Yeong-su, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Squid Game, hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni. Yeong-su, sem er iðulega kallaður Herra O, er gefið að sök að hafa káfað á ónefndri konu árið 2017. Leikarinn, sem er 78 ára gamall neitar sök í málinu.

Í frétt BBC kemur fram að konan hafi lagt fram kæru í desember á síðasta árið en málið hafi verið fellt niður í apríl eftir stutta rannsókn. Rannsóknin hafi svo nýlega hafist að nýju og nú hafi ákæra verið gefin út.

Stjarna Herra O hefur aldrei skinið skærar í heimalandi sínu. Hann varð fyrsti Suður-kóreski leikarinn til að vinna til Golden Globe verðlauna fyrir hlutverk sitt í Squid Game-þáttunum sem óvænt urðu vinsælasta sjónvarpsefnið í sögu Netflix streymisveitunnar.

Í kjölfar ákærunnar var umfangsmikilli auglýsingaherferð með Herra O í fararbroddi slaufað í Suður-Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta