fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Jói Fel og Bjössi í World Class rifjuðu upp gamla takta – Mögulega ástæða þess að enginn fór í bæinn

Fókus
Laugardaginn 26. nóvember 2022 13:37

Jói Fel og Bjössi í World Class í dyrunum ásamt félögum sínum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næturlífið í miðborginni var með rólegasta móti og hafa fregnir borist af því að stemmingin hafi minnt á draugabæ. Umræða síðustu daga um yfirvofandi hefndaraðgerðir gegn dyravörðum og almennum borgum í kjölfar hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club hafa eflaust haft sitt að segja en hálfgert gengjastríð hefur geisað síðustu daga í höfuðborginni með bensín- og reyksprengjuárásum um allan bæ.

Lögreglan var með mikinn viðbúnað í nótt en veitingamenn hafa gagnrýnt fjölmiðla fyrir að hafa gefið gengjunum og aðgerðum þeirra of mikla athygli.

Bakarinn og veitingamaðurinn Jói Fel lét þó ekki slíkar fréttir slá sig út af laginu og skellti sér í miðbæinn ásamt Bjössa í World Class og félögum þeirra. Þeir gerðu sér að sjálfsögðu ferð á vettvang hnífstunguárásarinnar  Bankastræti Club, sem er að hluta til í eigu og rekstri Birgittu Lífar – dóttur Bjössa. Þar brugðu þeir á leik og tóku sér stöðu sem dyraverðir staðarins, sem er áhættuhlutverk miðað við tíðindi síðustu viku.

Jói birti meðfylgjandi mynd á Instagram-síðu sinni og lét eftirfarandi texta fylgja með:

„Rifjuðum upp gamla takta. Tókum dyravörsluna á B5. Kannski það ástæðan enginn í bænum,“ skrifaði Jói léttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart