fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Sauð á Nadíu Sif eftir að Brynjar montaði sig af gróðanum frá stóra Hótel Sögu málinu – „Er orðlaus“

Fókus
Laugardaginn 19. nóvember 2022 14:30

Nadía Sif. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðili sem kallaði sig Brynjar Berg á Twitter birti í vikunni mynd af kvittun sem hann sagði sýna greiðslu sem hann hafi fengið frá breska götublaðinu TheSun fyrir að hafa selt blaðinu mynd af fótboltamanninum Phil Foden þar sem hann stóð með rassinn berann á Hótel Sögu hér um árið.

Sjá einnig: Brynjar birtir ótrúlega upphæð sem hann fékk frá ensku götublaði fyrir frægustu rassamynd í sögu Íslands

Þar var vísað í frægt mál sem setti samfélagið í Bretlandi sem og hér heima á hliðina um stund árið 2020 en þá fóru frænkurnar Nadía Sif Líndal og Lára Clausen upp á hótelherbergi með tveimur fótboltaköppum, þrátt fyrir stífar sóttvarnarreglur vegna COVID. Mennirnir tveir voru í kjölfarið reknir úr enska landsliðinu.

Málið var efst á baugi hjá flestum miðlum landanna tveggja, en í kjölfarið fengu þær Lára og Nadía Sif yfir sig mikla drusluskömm og voru úthrópaðar og smánaðar á netinu.

Brynjar þessi sagðist hafa fengið 700 þúsund fyrir myndina sem í reynd var ekki tekin af honum heldur skjáskot af mynd sem að Lára Clausen hafði tekið umrætt kvöld.

Nadíu Sif var ekki skemmt yfir því að Brynjar þessi hafi grætt á máli sem olli henni miklum sársauka og skaða.

„Svo flottir gaurar, gera ekki annað en að monta sig á þessu. Ættu að hafa prófað að upplifa smá af þessu ógeðslega hatri sem við fengum og allt ógeðið sem kom út af þessari vitleysu. Er orðlaus að þeir séu ennþá að monta sig yfir þessu. Það sýður á mér.“

Upp hófust nokkuð líflegar rökræður milli Nadíu, Brynjars og fleiri. Fór það svo að Brynjar er ekki lengur á Twitter.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir