fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Var tilbúin að fórna stöðu sinni sem „uppáhald dönsku þjóðarinnar“

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 15:57

Knattspyrnukonan Nadia Nadim hefur heillað aðdáendur um allan heim með færni sinni og persónuleika. Viaplay hefur nú gert heimildarmynd í tveimur hlutum um Nadiu þegar hún fór í hnéaðgerð til Katar og heimsótti flóttamannabúðir þar í landi. Heimildamyndin verður frumsýnd í kvöld miðvikudagskvöld á Viaplay. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnukonan Nadia Nadim hefur heillað aðdáendur um allan heim með færni sinni og persónuleika. Hún er leikmaður danska landsliðsins og Racing Louisville FC í Bandaríkjunum. Í september 2021 meiddist hún á hné, fór í aðgerð í Katar og í heimsókn í flóttamannabúðir. Eftir það fékk hún yfir sig öldu gagnrýnisradda. Viaplay fylgdi Nadiu um sex mánaða skeið á þessum erfiðu tímum og afraksturinn er ´Nadia Nadim – Game Changer?´ Viaplay heimildarmynd í tveimur hlutum sem verður frumsýnd í kvöld, miðvikudagskvöld.

Heimildarmyndin ´Nadia Nadim – Game Changer?‘ hefði átt að fjalla um endurkomu dönsku knattspyrnukonunnar eftir hnémeiðsli og baráttu hennar fyrir sæti í danska landsliðinu fyrir EM kvenna 2022. Heildarsagan og sex mánaða tökutími Viaplay breyttist ekki. En á meðan tökum stóð þá tók sagan óvænta stefnu. Nadia, sem áður hafði verið valin Dani ársins, fótboltagoðsögn sem hafði unnið hug og hjörtu dönsku þjóðarinnar, var allt í einu orðin miðpunktur fjölmiðlafárs.

Heimsótti flóttamannabúðir í Katar

Nadia ferðast til Katar til að fara í aðgerð á hné. Á meðan dvöl hennar stendur heimsækir hún flóttamannabúðir og sum ummæla hennar þar eru gagnrýnd í dönsku pressunni. Gagnrýnin minnkar ekki þegar Nadia samþykkir að verða sendiherra fyrir HM karla og íþróttina sjálfa þegar til stendur að halda HM 2022 í Katar. Þegar danska knattspyrnusambandið DBU reyndi að halda sig utan við málið fóru íþróttafréttamenn að spyrja sig hvort það hefði áhrif á sæti hennar í landsliðinu fyrir EM 2022 í júlí. En Nadia var tilbúin að fórna stöðu sinni sem „uppáhald dönsku þjóðarinnar“ fyrir æðri tilgang, sem er barátta hennar fyrir rétti allra kvenna til að fá að spila fótbolta. Eftir því sem sögunni vindur fram eykst pressan frá fjölmiðlum og Nadia þarf að standa föst á sínu til að halda sæti sínu í danska landsliðinu.

Það er Viaplay mjög mikilvægt að heimildarmyndin sé eins ítarleg og hægt er, til að áhorfendur fái svör við spurningum sem þeir kunna að hafa viljað spyrja Nadiu í tengslum við ákvörðun hennar um að gerast sendiherra fyrir heimsmeistarakeppni karla. Auk Nadiu sjálfrar koma systir hennar, umboðsmaður og gagnrýnendur úr fjölmiðlum fram í heimildarmyndinni. Einnig tala tveir þjálfarar Nadiu úr félagsliðaboltanum og félagar hennar úr landsliðinu um það hvernig Nadia knattspyrnukona hún er. Viaplay fylgist með henni ná sér af hnéaðgerðinni og fer með henni til móts við félagslið sitt í Louisville, þar til hún hittir danska landsliðið í Katar.

Kynnast Nadiu í návígi

„Heimildarmyndin var spennandi fyrir, en hún varð enn meira spennandi og mikilvægari vegna stefnunnar sem sagan tók. Í heimildarmyndinni reynum við að draga upp nákvæma mynd, með öllum sínum blæbrigðum, meðal annars með því að spyrja Nadiu gagnrýninna spurninga á meðan gerð myndarinnar stóð og með því að fylgja henni með myndavél í ýmsum aðstæðum yfir sex mánaða tímabil, meðan hún var meidd og fram að EM kvenna 2022 um sumarið. Þetta gerðum við til að kynnast Nadiu og hvað drífur hana áfram. Í okkar huga er mikilvægt að áhorfendur fái tækifæri til að mynda sínar eigin skoðanir út frá þeim upplýsingum sem settar eru fram í heimildarmyndinni, og að áhorfendur kynnist Nadiu Nadim í návígi,“ segir Kenneth Kristensen, varaforseti handritslauss efnis hjá Viaplay.

Nadia Nadim er búin að sjá heimildarmyndina, en hefur ekki haft leyfi til að gera neinar breytingar. Dönsku landsliðskonunni er umhugað um að dregin sé upp eins raunsönn mynd af henni og hægt er og að heimildarmyndin veiti innsýn í líf hennar sem persóna, knattspyrnukona og kona í íþróttum. „Allan minn feril hef ég reynt að leggja mitt af mörkum til breytinga og sýna heiminum að konur geta líka spilað fótbolta. Heimildarmyndin fylgir mér um sex mánaða skeið og áhorfendur fá að kynnast mér náið, bæði sem persónu og knattspyrnukonu. Ég vona að nákvæm frásögn með öllum sínum blæbrigðum geti gefið áhorfendum innsýn í það hver ég er og hvað það er sem ég brenn fyrir. Þeir þurfa ekki að vera sammála mér, en ég vona heimildarmyndin sýni þeim að ég geri það sem ég geri vegna þess að ég vil breyta heiminum til hins betra,“ segir Na

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
Fókus
Í gær

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði