fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fókus

Saga Borgarættarinnar sýnd á einni virtustu hátíð þöglu myndanna

Fókus
Þriðjudaginn 4. október 2022 17:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Saga Borgarættarinnar hefur verið valin til sýningar á einni virtustu kvikmyndahátíð þöglu myndanna; Le giornate del cinema muto, Pordenone. Þetta er mikill heiður og góð viðurkenning á starfi Kvikmyndasafns Íslands sem fagnaði 100 ára afmæli myndarinnar á síðasta ári með því að gera hana upp í samvinnu við Dansk Film Institut.

Jón Stefánsson, starfsmaður Kvikmyndasafnsins, sá um stafrænu endurgerðina. Þórður Magnússon tónskáld hefur samið nýja tónlist við myndina. Hann hefur helgað sig tónsmíðum í rúman aldarfjórðung og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kvikmyndasafni Íslands.

Íslenskur hópur verður viðstaddur sýninguna á Ítalíu þann 5. október sem sýnd verður með lifandi tónlist fluttri af hljómsveit hátíðarinnar. Bjarni Frímann Bjarnason stjórnar hljómsveitinni. Einnig eru viðstödd Þóra Ingólfsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndasafnsins, Þórður Magnússon og  Jón Stefánsson.

Saga Borgarættarinnar er fyrsta leikna kvikmyndin sem tekin var upp hérlendis og markar því upphaf kvikmyndagerðar á Íslandi. Myndin var gerð eftir samnefndri skáldsögu Gunnars Gunnarssonar sem færði honum frægð og frama í Danmörku. Hún var að stærstum hluta tekin upp á Íslandi haustið 1919 en frumsýnd ári síðar og telst til stórmynda norrænnar kvikmyndasögu á tíma þöglu myndanna.

Leikstjóri myndarinnar var Gunnar Sommerfeldt sem einnig lék eitt aðalhlutverkið. Aðalleikarar voru flestir danskir nema Guðmundur Thorsteinsson, betur þekktur sem myndlistarmaðurinn Muggur, en hann lék aðalsögupersónuna, Ormarr Örlygsson, og þótti fara á kostum í myndinni.

Saga Borgarættarinnar vakti gríðarlega athygli og var sýnd í allt að fimmtán löndum þegar hún kom út. Hérlendis var hún frumsýnd snemma árs 1921 og hefur allar götur síðan verið hjartfólgin Íslendingum. Löngu eftir tilkomu talmynda var hún sýnd reglulega í Nýja Bíói fyrir fullu húsi.

Sjá umfjöllun um myndina á vef hátíðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku