fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Saga Borgarættarinnar sýnd á einni virtustu hátíð þöglu myndanna

Fókus
Þriðjudaginn 4. október 2022 17:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Saga Borgarættarinnar hefur verið valin til sýningar á einni virtustu kvikmyndahátíð þöglu myndanna; Le giornate del cinema muto, Pordenone. Þetta er mikill heiður og góð viðurkenning á starfi Kvikmyndasafns Íslands sem fagnaði 100 ára afmæli myndarinnar á síðasta ári með því að gera hana upp í samvinnu við Dansk Film Institut.

Jón Stefánsson, starfsmaður Kvikmyndasafnsins, sá um stafrænu endurgerðina. Þórður Magnússon tónskáld hefur samið nýja tónlist við myndina. Hann hefur helgað sig tónsmíðum í rúman aldarfjórðung og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kvikmyndasafni Íslands.

Íslenskur hópur verður viðstaddur sýninguna á Ítalíu þann 5. október sem sýnd verður með lifandi tónlist fluttri af hljómsveit hátíðarinnar. Bjarni Frímann Bjarnason stjórnar hljómsveitinni. Einnig eru viðstödd Þóra Ingólfsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndasafnsins, Þórður Magnússon og  Jón Stefánsson.

Saga Borgarættarinnar er fyrsta leikna kvikmyndin sem tekin var upp hérlendis og markar því upphaf kvikmyndagerðar á Íslandi. Myndin var gerð eftir samnefndri skáldsögu Gunnars Gunnarssonar sem færði honum frægð og frama í Danmörku. Hún var að stærstum hluta tekin upp á Íslandi haustið 1919 en frumsýnd ári síðar og telst til stórmynda norrænnar kvikmyndasögu á tíma þöglu myndanna.

Leikstjóri myndarinnar var Gunnar Sommerfeldt sem einnig lék eitt aðalhlutverkið. Aðalleikarar voru flestir danskir nema Guðmundur Thorsteinsson, betur þekktur sem myndlistarmaðurinn Muggur, en hann lék aðalsögupersónuna, Ormarr Örlygsson, og þótti fara á kostum í myndinni.

Saga Borgarættarinnar vakti gríðarlega athygli og var sýnd í allt að fimmtán löndum þegar hún kom út. Hérlendis var hún frumsýnd snemma árs 1921 og hefur allar götur síðan verið hjartfólgin Íslendingum. Löngu eftir tilkomu talmynda var hún sýnd reglulega í Nýja Bíói fyrir fullu húsi.

Sjá umfjöllun um myndina á vef hátíðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir