

Fyrr í vikunni fór myndband af Katy Perry á tónleikum eins og eldur í sinu um netheima. Ástæðan var auga söngkonunnar og erfiðleikar hennar við að halda því opnu.
Aðdáendur vörpuðu fram ýmsum kenningum, eins og að Katy væri rosalega stressuð eða væri hreinlega vélmenni. Söngkonan tjáði sig loksins um málið í gær og sagði að þetta hafi verið planað og hluti af sýningunni.
Hún sagði þetta vera partítrix sem hún kallar „brotin dúkka“.
„Ég býð öllum [samsæriskenningasmiðum] velkomna á sýninguna mína að sjá brotnu dúkku partítrixið mitt í Vegas á næsta ári!“
View this post on Instagram