

Söngkonan Katy Perry virtist eiga erfitt með að halda öðru auganu opnu á tónleikum í Las Vegas á dögunum. Myndband af atvikinu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima og segjast aðdáendur vissir um að stjarnan sé í raun vélmenni.
Í myndbandinu má sjá að hún á erfitt með að halda öðru auganu opnu, hún setur síðan höndina á gagnaugað og þá opnast augað, en lokast aftur. Sjáðu myndbandið hér að neðan.
@katyperrytv KATYYYYY!#PLAY🍄 ♬ sonido original – Katy Perry TV
„Klónið hennar var að feila, þetta er ógnvekjandi,“ sagði einn netverji.
„Vélmennið hennar virðist gallað,“ sagði annar.