fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fókus

Black Adam með risahelgi hér heima og í Bandaríkjunum

Fókus
Mánudaginn 24. október 2022 16:00

Dwayne Johnson í hlutverki Black Adam

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega sex þúsund manns greiddu aðgangseyri á nýjustu kvikmynd Dwayne Johnson, Black Adam, nú um helgina sem skilaði henni á topp íslenska bíóaðsóknarlistans, en myndin, þar sem stórstjarnan Dwayne Johnson bregður sér í gervi ofurhetjunnar Black Adam, var frumsýnd á föstudaginn.

Tekjur myndarinnar voru ríflega tíu milljónir króna. Tekjur myndarinnar í öðru sæti, Kalli káti krókódíll, sem einnig er ný í bíó, námu til samanburðar rúmum þremur milljónum króna og gestir voru 2.402.

Smile komin í 28 milljónir

Í þriðja sæti er fyrrum toppmyndin Smile, með tæpar tvær milljónir í aðgangseyri. Heildartekjur myndarinnar frá frumsýningu nema 28,5 milljónum.

Heildartekjur af miðasölu í bíó samtals um helgina námu nálægt sextán milljónum króna.

Tíu milljarðar í Bandaríkjunum

Vinsældir Black Adam eru ekki bundnar við Ísland. Í Bandaríkjunum námu tekjur myndarinnar á frumsýningarhelginni um 77 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur tæpum tíu milljörðum króna. Það þýðir að heildarmiðasala í Bandaríkjunum er aftur komin yfir eitt hundrað milljónir dala, en salan náði þeim hæðum síðast fyrir tólf vikum síðan.

Tekjur Black Adam þýða að myndin er næst tekjuhæsta kvikmynd Dwayne Johnson á frumsýningarhelgi á ferlinum, næst á eftir The Mummy Returns, sem rakaði inn 68 milljónum dala á frumsýningarhelginni.

Á kvikmyndavef DV er hægt að skoða lista yfir tekjuhæstu myndir vikunnar á Íslandi

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 4 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna