fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Gagnrýnd harðlega fyrir að segja að það sé erfitt að vera áhrifavaldur

Fókus
Miðvikudaginn 5. október 2022 21:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikayla Nogueira, 24 ára áhrifavaldur frá Boston, segir að starfið hennar sé ekki jafn auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Mikayla er afar vinsæl á samfélagsmiðlinum TikTok en hún hefur sankað að sér rúmlega 13 milljón fylgjendum með því að birta góðum ráð um snyrtivörur.

Í myndbandi sem Mikayla birti á Instagram-síðu sinni en hefur nú eytt sagði hún að áhrifavaldastarfið væri erfitt og að það gætu ekki margir unnið við það. Þá kvartaði hún yfir því að hún klári ekki vinnuna fyrr en klukkan rúmlega 5 á daginn. „Það er bara handfylli fólks sem getur í raun og veru unnið þessa vinnu… þið viljið ekki vera í þessari vinnu,“ sagði hún í myndbandinu samkvæmt Daily Mail.

„Prófið að vera áhrifavaldar í einn dag dag. Prófið það. Því fólk sem segir að þetta sé auðvelt hefur svo rangt fyrir sér. Prófið þetta í einn dag. Það fara fimm til sex klukkutímar í að taka upp efni sem fer í um þrjú til fjögur myndbönd. Svo eyði ég nokkrum klukkutímum í að klippa myndböndin. Svo þarf ég að vinna á öllum hinum samfélagsmiðlunum mínum, hvað sem það þarf að gera þar.“

„Þú ert bókstaflega þinn eigin yfirmaður“

Mikayla hefur fengið mikla gagnrýni fyrir myndbandið sitt sem er að öllum líkindum ástæðan fyrir því að hún eyddi því af Instagram-síðunni sinni. „Ég væri mjög til í að prófa að vera áhrifavaldur í einn dag,“ skrifaði til að mynda einn netverji í athugasemdunum við myndbandið. „Því á meðan þú situr í milljón dollara húsinu þínu og lýgur um snyrtivörur þá vinn ég tvær vinnur frá fimm á morgnanna til níu á kvöldin, svo ég geti átt fyrir leigu og matarinnkaupum. Á meðan færð þú árslaunin mín á einni viku.“

Wisdom Kaye, sem einnig er nokkuð vinsæll áhrifavaldur á TikTok, er í liði með ósáttu netverjunum og segir að ef áhrifavaldar segja að vinnan þeirra sé erfið þá eru þeir annað hvort að ljúga eða þeir eru bara latir.

Þá sagði Kaye að það væri skítlétt að vinna sem áhrifavaldur. „Þú færð að vakna hvenær sem þú vilt, færð að vinna eins lengi og þú vilt, þú getur byrjað að vinna og hætt að vinna þegar þér sýnist, þú ert ekki með neinn yfirmann, enga samstarfsmenn og endalaust af frídögum. Þú ræður hversu löng vaktin þín er, þú stjórnar öllu varðandi vinnuna þína – þú ert bókstaflega þinn eigin yfirmaður.“

Mikayla hefur nú svarað gagnrýninni með nýju myndbandi þar sem hún útskýrir að upphaflega myndbandið sé ársgamalt. Þá segir Mikayla að hún hafi birt myndbandið þegar hún var að stíga sín fyrstu skref sem áhrifavaldur og að hún hafi verið að eiga ömurlegan dag þegar hún birti myndbandið. Hún bætti því við að hún sér eftir því sem hún sagði í myndbandinu en auk þess baðst hún afsökunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone