Það getur verið nógu snúið fyrir ,,venjulegt“ fólk að standa í framhjáhaldi en það verður enn flóknara ef að viðkomandi er frægur eins og eftirfarandi dæmi sanna. Allar neðangreindar stjörnur voru gripnar með allt niður um sig ef svo má segja.
Söngvarinn Adam Levine fékk að heyra það á samfélagsmiðlum nú í lok septembermánaðar þegar að módel af nafni Sumner Stroh birti samskipti þeirra á TikTok. Sagðist hún hafa átt í ástarsambandi við hinn gifta söngvara en bar fyrir sig að hafa verið ung og barnaleg. Færslunar flugu um netið á örskotshraða en Levine neitar alfarið að hafa haldið framhjá konu. Viðurkennir hann hins vegar að hafa ,,farið yfir strikið.” Hvað sem það nú þýðir.
Justin Timberlake náðist á mynd þar sem virtist fara vel með honum og mótleikkonu hans við gerð kvikmyndarinnar Palmer, Alisha Wainwright. Kannski helst til of vel. Timberlake, sem er giftur leikkonunni Jessica Biel, baðst opinberlega afsökunar og kenndi um slæmri dómgreind. Hann tók það fram að ekkert hefði átt sér stað á milli hans og Wainwright en hann hefði verið drukkinn og hegðun hans verið eftir því. Hrósaði Timberlake eiginkonu sinni í hástert og bað fjölskyldu sína afsökunar á að verða þeim til skammar. Við þetta tækifæri hefði hann ekki verið ungum syni sínum sú fyrirmynd sem hann leitaðist við.
YouTube stjarnan og Try Guys meðlimurinn Ned Fulmer hefur lengi vel lagt ofuráherslu á ást sína á konu sinni, Ariel, á samfélagsmiðlum. Það kom því mörgum á óvart þegar að myndum af kappanum ásamt annarri dömu var lekið á samfélagsmiðla. Fulmer var rekinn úr The Try Guys í kjölfarið og viðurkenndi hann að hafa átt í ástarsambandi við einn af starfsmönnum þáttanna í þó nokkurn tíma. Svo virðist þó sem Ariel hafi fyrirgefið Fulmer því nýjar myndir sýna þau leiðast hönd í hönd. Með giftingarhringana.
Árið 2012 fóru myndir af leikkonunni Kristen Stewart og leikstjóranum Rubert Sanders í faðmlögum sem eldur í sinu. Stewart var þá í sambandi við meðleikara sinn úr Twilight seríunni, Robert Pattison. Sanders var kvæntur fyrirsætunni Liberty Ross og átti með henni tvær dætur. Ross fór umsvifalaust fram á skilnað. Sambandi Stewart og Pattison lauk sömuleiðis. Bæði fjölmiðlar og almenningur réðust af mikilli hörku gegn leikkonunni, mun meira en leikstjóranum. Stewart síðar sagði að þetta hefðu verið erfiðir tímar enda druslusmánun þá talin eðlileg en það hefði sem betur fer breyst.
Tristan Thompson hélt framhjá Khloé Kardashian og náðust ástaratlot hans við aðra konu á myndband árið 2018. Vefmiðillinn TMZ komst yfir myndbandið og birti aðeins nokkrum dögum áður en Khloé fæddi dóttur þeirra. Thompson átti eftir að halda framhjáhaldi sínu áfram eins og frægt er orðið.
Kevin Hart var í vondum málum eftir að eiginkona hans, Eniko, var sent myndband af honum með annarri konu árið 2017. Þau höfðu þá verið gift í þrjú ár og áttu von á sínu fyrsta barni.
Eniko sagðist síðar hafa ,,misst það” en hún fyrirgaf þó manni sínum.
Söngvarinn Robin Thicke var sakaður um að halda framhjá konu sinni, Paula Patton, eftir að þessi mynd birtist af honum opinberlega með ónafngreindum aðdáanda. Sagðist hún hafa verið með honum alla nóttina og hefðu hendur hans ,,verið út um allt.” Patton fór síðar fram á skilnað eftir 21 árs hjónaband, þó ekki vegna hjónabands heldur heimilisofbeldis og áfengisfíknar söngvarans. Svaraði Thicke með því að gefa út breiðskífuna ,,Paula” sem var einn ástaróður til Patton. Hún beit ekki á agnið.