fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Steingerður kveðjur Vikuna – „Nú tekur við nýtt starf hjá einstökum samtökum“

Fókus
Föstudaginn 30. september 2022 14:35

Mynd: Aldís Páls

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingerður Steinarsdóttir kveður Birtíng eftir tíu ára samstarf. Hún var ritstjóri Vikunnar en var sagt upp í lok júní vegna skipulagsbreytinga.

Í dag vann hún sinn síðasta dag hjá miðlinum og skrifaði einlæga færslu á Facebook þar sem hún þakkar samstarfsfólki, viðmælendum og öðrum sem gerðu síðastliðinn áratug skemmtilegan og fjölbreyttan.

Steingerður segist vera spennt fyrir komandi tímum og nýja starfi sínu hjá samtökunum Samhjálp.

Færsluna má lesa hér að neðan.

„Í dag urðu stór tímamót í lífi mínu. Eftir tíu ára starf kveð ég Birtíng og Vikuna, fjölbreytta, skemmtilega og frábæra blaðið mitt. Mér er efst í huga djúpt og innilegt þakklæti og einlæg gleði yfir að hafa fengið þetta tækifæri. Það á ég að þakka Hreini Loftssyni. Hann og Karl Steinar Axelsson réðu mig á sínum tíma. Þeir báðu mig að setja á blað mína sýn á hvernig blaðið ætti að vera og þar var efst: Fjölbreytt, fræðandi og skemmtilegt blað sem talar til kvenna af vinsemd og virðingu.

Ég tel mig hafa fylgt þessum kjörorðum samviskusamlega alla mína ritstjóratíð. En áratugur er góður kafli í mannsævi og þessi ár hafa mótað mig og kennt mér margt. Stórkostlegir viðmælendur hafa miðlað reynslu sinni og opnað augu mín fyrir svo ótal mörgu sem mér var áður hulið, aukið víðsýni mína og í raun bætt lífsgæði mín til muna.

Ég hef líka átt ómetanlega vini í samstarfsmönnum mínum og eignast bónusdætur í sumum blaðamönnum á ritstjórn. Yndislegar ungar konur sem ég vona sannarlega að fái allt sem þær óska sér og finni lífsfyllingu og ástríðu hvar sem þær lenda fleyi sínu.

Á lista samstarfsmanna eru líka frábært fagfólk, svo fært í sínu fagi að ég fyllist auðmýkt og gleði yfir að hafa fengið að kynnast listfengi þeirra. Ég óska þeim sem taka við vaktinni á Birtíngi og öllum sem koma að útgáfunni þar góðs gengis. Tímarit eru verðmæt og frábær afþreying.

Nú tekur við hjá mér nýtt starf hjá einstökum samtökum, Samhjálp, en þar ríkir samlíðan og velvilji umfram allt. Þar á bæ teygja menn hjálparhönd til þeirra sem flestir aðrir vilja helst ýta til hliðar. Ég hlakka til að takast á við ný verkefni á nýjum vettvangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“