fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Myrkar hliðar fjólubláu risaeðlunnar afhjúpaðar – Hvers vegna elskar heimurinn að hata?

Fókus
Fimmtudaginn 29. september 2022 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýir heimildaþættir varpa nýju ljósi á vinsælu barnaþættina um fjólubláu risaeðluna Barney sem var vinsæl á tíunda áratug síðustu aldar. Á bak við gleðina og krúttlegheitin í þáttunum hvíldi myrkur skuggi. Þátturinn varð fljótt andlag gífurlegs haturs í samfélaginu sem konan á bak við þættina átti erfitt með að ná utan um. 

Heimildaþættirnir I Love You, You Hate Me verða sýndir þann 12. október og þar verður fjallað um það hvernig þættirnir urðu vinsælir og hvernig þeir svo féllu í ónáð.

Risaeðlan Barney kom úr smiðju Sheryl Leach og sló algjörlega í gegn meðal yngstu kynslóðarinnar. Því „Hvaða litur er hamingjusamari en fjólublár? Enginn litur,“ sagði Bill Nye í stiklu þáttanna.

Svo þegar vinsældir risaeðlunnar náðu hæstu hæðum virtist fólk ekki geta sætt sig við að þetta voru bara barnaþættir og þá hófst níðið.

Ég elska þig, þú hatar mig

Níðið fólst meðal annars í því að söluvörur merktar þáttunum voru eyðilagðar og orðrómum var komið af stað – meðal annars um að leikarar þáttanna væru að fela fíkniefni inn í búningum sínum og leikarar og þeir sem komu fram í þáttunum fengu jafnvel líflátshótanir, sem og fjölskyldur þeirra.

Leikarinn Bob West sem lék Barney um tíma sagði í stiklu þáttanna um eitt slíkt tilvik. „Þær [líflátshótanirnar] voru nákvæmar og ofbeldisfullar, dauði og aflimum fjölskyldu minnar. Þeir ætluðu að koma og finna mig og þeir ætuðu að drepa mig.“

Blaðamaður man sjálfur eftir því á þessum tíma að vinsælt var að syngja þemalag þáttanna nema breyta textanum svo hann fjallaði um ofbeldi. „Ég elska þig, þú hatar mig , förum saman og myrðum Barney,“ var sungið á ensku. Það þótti kúl að tala þættina niður og gera ofbeldisfullt grín að þeim.

„Allt frá háskólapartý-um sem snerust um að níða niður Barney yfir í morðóða tölvuleiki, eitthvað í bandarísku samfélagi var brotið niður í milljón parta og hefur aldrei verið sett saman aftur,“ segir í lýsingu heimildarþáttanna, „eða er þetta hvað við höfum alltaf verið?“

Stiklan gefur til kynna að Sheryl Leach upplifað flóknar tilfinningar yfir því hatri sem var látið dynja á þáttum hennar og öllu því fólki sem að þáttunum komu.

Einnig er gefið til kynna að þættirnir munu fjalla um skotárás sem átti sér stað árið 2013 þar sem sonur Sheryl Leach kom við sögu en hann fékk 15 ára fangelsisdóm fyrir að skjóta nágranna sinn í kviðinn.

Líklega eru þættirnir að fjalla um hvernig eitthvað sem átti að færa fólki gleði hafi verið gert afbrigðilegt og hvernig samfélagið sannfærðist ranglega um að eitthvað ósiðsamlegt væri þar á ferð. Í stiklunni er spurningunni varpað fram – Hvers vegna elskar heimurinn að hata?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?