fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Brúðurin sem sigraði hjörtu heimsbyggðarinnar – Yfirgefin við altarið en lét það ekki stoppa sig

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 29. september 2022 19:00

Samsett mynd/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska brúðurin Kayley Stead sigraði hjörtu heimsbyggðarinnar eftir að hafa ákveðið að aflýsa ekki brúðkaupinu sínu þrátt fyrir að hún hafi verið yfirgefin við altarið.

Hún var miður sín þegar henni varð ljóst að unnusti hennar ætlaði ekki að mæta í brúðkaupið. Niðurbrotin ætlaði hún að aflýsa brúðkaupinu en hún hugsaði að fyrst það væri búið að borga fyrir allt, af hverju ekki að halda bara partí.

Hún stillti sér upp fyrir myndir, dansaði fyrsta dansinn við fjölskyldumeðlim og rústaði kökunni.

„Ég vildi óska þess að ég hefði tekið eftir einhverjum vísbendingum um að hann ætlaði að fara frá mér, en það voru engar,“ sagði hún í viðtali í breska morgunþættinum This Morning. Þau voru saman í fjögur ár og hann bað hennar í ágúst 2020.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var ég miður mín. En ég hugsaði: „Ef ég brotna niður núna…““

The Sun tókst að hafa uppi á fyrrverandi unnusta hennar og spurði af hverju hann hafi skilið Kayley eftir við altarið. „Ég vil ekki tala um það,“ sagði hann.

Kayley var þegar komin í brúðarkjólinn, allt tilbúið og allir að bíða eftir brúðgumanum – sem mætti ekki. Hún segir að stuðningur brúðarmeyja hennar hafi verið henni ómetanlegur og ákvað hún að aflýsa ekki brúðkaupinu heldur halda veisluna sem heppnaðist stórkostlega eins og sjá má hér að neðan.

Kayley birti fallegar myndir og myndbönd frá deginum á TikTok sem hafa farið eins og eldur í sinu um netheima. Netverjar kalla hana „hugrakka“ og fagna styrk hennar á þessum erfiðu tímum.

@kayleystead So I was a jilted bride and unfortunately shit things happen to people. Even though the day didn’t go to plan, I couldn’t let the hard work that I put into this day and a good party go to waste. The day was filled with many laughs and a lot of tears. When they asked me what song I wanted to enter into there was no other choice but Lizzo’s anthem of a song… Good As Hell 🎶! This song carried me through the day and reminded me that „if he don’t love you anymore just walk your fine ass out the door“. I have never resonated with lyrics so much as I did/do with @lizzo song untill that moment. Sorry for more posts about this day, there will be more but I’m proud of it so what can I say. #lizzo #goodashell #womenempowerment #womensupportingwomen #wedding #jiltedbride #selflove #loveyourself #music #dance #memories #moments #weddingdress #bridesmaids #friends #carryingon ♬ Good as Hell – Lizzo

@kayleystead 🎶“This is when moments turn into memories“ 🎶 My wedding day may not have been what I originally planned but I am so grateful that I carried through because those moment with my loved ones will always be special! #wedding #friends #carryingon #bridesmaids #weddingdress #moments #memories #jiltedbride ♬ Moments to Memories – Adeline Hill

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“