fbpx
Þriðjudagur 29.nóvember 2022
Fókus

Khloe Kardashian spottuð með sjóðheitum hjartaknúsara

Fókus
Mánudaginn 26. september 2022 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástarmál raunveruleikastjörnunnar og athafnakonunnar Khloe Kardashian hafa verið mikið í umræðunni undanfarið eftir að enn einu sinni slitnaði upp úr sambandi hennar og barnsföður hennar, Tristan Thompsons, en sá síðarnefndi hafði ítrekað haldið framhjá raunveruleikastjörnunni og jafnvel feðrað barn með annarri konu á meðan hann og Khloe voru í miðju ferlinu að koma sínu öðru barni í heiminn með aðstoð staðgöngumóður.

Khloe var stödd á Ítalíu um helgina þar sem hún mætti til að fylgjast með tískupöllunum á tískuvikunni í Mílanó. Vakti það töluverða athygli þegar mynd birtist af Khloe láta vel að ítalska hjartaknúsaranum Michele MorroneKhloe og Michele sátu hlið við hlið og á mynd sem leikarinn myndarlegi deildi á Instagram voru þau saman baksviðs þar sem hann vafði handlegg utan um hana og virtist vera að hvísla í eyra hennar.

Síðar fór myndband í dreifingu þar sem þau sáust dansa náið saman í eftirpartý.

Michele Morrone er helst þekktur fyrir erótísku dramamyndina 365 days og framhaldi hennar. Hann ákvað 11 ára gamall að verða leikari eftir að hann horfði á Harry Potter mynd. Hann spilar líka á gítar og syngur og hefur gefið út tónlist. Hann hannar líka strandfatnað fyrir konur með merkinu AurumRoma. Þegar merkið fór fyrst í sölu árið 2020 hrundi vefsíðan út af vinsældum.

Nú verður fróðlegt að sjá hvort að hann og Khloe séu farin að stinga saman nefjum enda eru þau bæði athafnafólk í mikilli sókn, bæði gullfalleg, vinsæl og vita hvað þaú vilja.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Froskadrengurinn ljúfi sem tók fötlun sinni af yfirvegun – Gafst aldrei upp í leit sinni að hamingju og ást

Froskadrengurinn ljúfi sem tók fötlun sinni af yfirvegun – Gafst aldrei upp í leit sinni að hamingju og ást
Fókus
Í gær

Selena mótaði margar þekktustu söngkonur okkar tíma – Stórstjarnan sem var myrt aðeins 23 ára gömul

Selena mótaði margar þekktustu söngkonur okkar tíma – Stórstjarnan sem var myrt aðeins 23 ára gömul
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þess vegna horfði tannlæknirinn minn svona á mig“

„Þess vegna horfði tannlæknirinn minn svona á mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán næsta hlaðvarpsdrottning landsins? – „Samskipti kynjanna, karlmenn, lýtalækningar og margt annað“

Ásdís Rán næsta hlaðvarpsdrottning landsins? – „Samskipti kynjanna, karlmenn, lýtalækningar og margt annað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærði eiganda Mandi eftir þriggja mánaða martröð – Hrópaði eftir hjálp starfsmanna en enginn kom henni til bjargar

Kærði eiganda Mandi eftir þriggja mánaða martröð – Hrópaði eftir hjálp starfsmanna en enginn kom henni til bjargar
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Tónlistin er líf mitt og ég hugsa um tónlist alla daga og mig dreymir um tónlist á næturnar“

„Tónlistin er líf mitt og ég hugsa um tónlist alla daga og mig dreymir um tónlist á næturnar“