fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Fór út að borða í „hættulega lágum“ buxum

Fókus
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan og leikkonan Julia Fox hefur heldur betur vakið athygli að undanförnu fyrir óvenjulegan fatastíl sinn. Það göptu til að mynda margir netverjar þegar hún mætti á kvikmyndahátíðina Tribeca í New York í stuttu pilsi og topp sem virtist hafa verið þrívíddarprentaður.

Fox ræddi í kjölfarið við People um fatastílinn sinn og sagði að hún væri að „þjónusta almenning“ með honum. „Mér líður eins og ég sé að veita þjónustu, ég er að veita þjónustu,“ sagði hún.

Nýjasta dæmið um óvenjulegan fatastíl Fox hefur þó vakið töluvert meiri athygli, sérstaklega vegna buxnavals hennar.

Fox klæddist buxunum sem um ræðir þegar hún fór út að borða ásamt vinum sínum á veitingastaðnum Indochine í New York um helgina. Buxunum hefur verið lýst sem „hættulega lágum“. Það eru eflaust engar ýkjur þar sem buxur Fox voru nánast eins langt niðri og mögulegt er, það munaði í raun ekki miklu á að hún ætti í hættu um að vera sektuð fyrir nekt á almannafæri.

Julia Fox er hér lengst til hægri í buxunum sem um ræðir – Skjáskot/Instagram

Ljóst er að Fox hefur húmor fyrir sjálfri sér þar sem hún birti mynd af sér í buxunum en búið var að eiga við myndina til að láta hana líta út sem kentár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“