fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Reyndi að svipta sig lífi á meðan hann var í símanum við Megan Fox

Fókus
Þriðjudaginn 28. júní 2022 13:29

Machine Gun Kelly og Megan Fox. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly „snappaði“ og reyndi að svipta sig lífi á meðan hann var í símanum við Megan Fox.

Machine Gun Kelly, eða MGK, og leikkonan Megan Fox byrjuðu saman snemma árs 2020 og trúlofuðust í janúar 2022.

MGK greinir frá þessu atviki í nýrri heimildarmynd um líf hans, „Life in Pink“, á streymisveitunni Hulu.

Það átti sér stað í júlí 2020, hann var þá að syrgja föður sinn sem lést í byrjun þess mánaðar.

„Ég neitaði að yfirgefa herbergið mitt og ég varð mjög, mjög, mjög slæmur. Megan var í Búlgaríu að taka upp mynd og ég var haldinn ofsóknaræði um að einhver ætlaði að koma og drepa mig,“ segir MGK.

Tónlistarmaðurinn segir að hann var vanur að sofa alltaf með haglabyssu við hliðina á sér á þessum tíma. „[Ég] bara fokking snappaði [þennan dag],“ segir MGK.

„Ég hringdi í Megan og var alveg: „Þú ert ekki til staðar fyrir mig.“ Ég var í herberginu mínu og var að fríka hana út. Gaur, ég setti haglabyssuna upp í mig og var að öskra á hana í símanum á meðan byssan var í kjaftinum á mér.“

Hann segir að byssan hafi verið hlaðin og hann reyndi að taka í gikkinn. „Skothylkið festist og það var dauðaþögn á línunni. Megan sagði ekki orð.“

MGK segir að það hafi verið á þessu augnabliki sem hann áttaði sig á því að „eitthvað væri ekki rétt.“ Megan og tólf ára dóttir hans, Casie, voru báðar búnar að segja við hann að þær væru komnar með nóg.

„Ég vissi að ég þyrfti að hætta dópinu í alvöru núna,“ sagði hann, en tók ekki fram hvort hann hefði verið á eiturlyfjum þegar hann reyndi að svipta sig lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun