fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Fór að heiman sem sveitastrákur – Sneri til baka sem glamúrfyrirsæta

Fókus
Fimmtudaginn 26. maí 2022 19:30

Samsett mynd/Instagram/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cassandra Cass, 41 árs, er glamúrfyrirsæta, búrlesk dansari (e. burlesque) og skemmtikraftur. Hún býr í Hollywood en er fædd og uppalin í litlum sveitabæ í Iowa.

Hún segir sögu sína í þættinum Shake My Beauty, frá vefmiðlinum Truly.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Cassandra Cass (@cassandracass21)

Flutti ung að heiman

Cassöndru var úthlutað karlkyni við fæðingu og kom út úr skápnum sem trans kona sextán ára gömul.

Það varð mikið og ljótt umtal í kjölfarið í litla sveitarfélaginu í Iowa og hafði mikil áhrif á samband hennar og föður hennar, Bill, 75 ára.

„Stærsta áskorunin við að vera trans kona er fjölskyldan […] Samband mitt og föður míns er mjög flókið,“ segir hún í þættinum.

Þau talast við en í þættinum hittir hún pabba sinn í fyrsta skipti í tvö ár. Þau eiga opinskátt samtal um fortíðina í von um að það hjálpi sambandi þeirra.

Cassandra flutti fyrir rúmlega 20 árum til Los Angeles til að elta drauminn um að verða skemmtikraftur og konan sem hún vissi að sér hafi ætlað að vera.

„Ég elska mig og ég elska hvernig ég hef unnið hörðum höndum að öllu sem ég hef gert,“ segir hún.

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
Fókus
Í gær

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði