fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Maðurinn sem hannar gervityppi fyrir leikara sló í gegn

Fókus
Fimmtudaginn 19. maí 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þáttastjórnendur This MorningHolly Willoughby og Philip Schofield áttu erfitt með sig þegar maður sem vinnur við að búa til gervilimi í Hollywood mætti í þáttinn og sýndi þeim hvernig hann býr til gervityppi fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti.

Matthew Mungel hefur starfað við að útbúa gervilimi í næstum 40 ár. Hann hefur unnið Óskarsverðlaun fyrir vinnu sína, þá fyrir kvikmyndina Dracula, en hann útskýrði fyrir þáttastjórnendum að nýlega hafi leikarar í auknum mæli kosið að bera gervityppi yfir raunverulegum getnaðarlimum sínum, annað hvort því þeim finnst óþægilegt að sýna sína eigin eða því þeir vilja virðast stærri.

Dæmi um leikara sem Mungel hefur unnið með eru Chris Hemsworth og Will Ferrel. Þegar hann vann með Hemsworth þurfti Mungel að búa til mjgö stóran getnaðarlim til að passa við persónu Hemsworths og húmorsins í kvikmyndinni Vacation.

Athugasemdin sem Schofield kom svo með varð til þess að Willoughby átti erfitt með að halda aftur að hlátrinum. Hann sagði að ef hann ætti sinn eigin gervi-getnaðarlim þá vildi hann „almennilega slöngu“.

Mungel tók þó undir með Schofield og sagði að flestir leikarar vildu „stærri slöngu“ og sagði að eftir að Hemsworth kláraði framleiðslu myndarinnar Vacation þá hafi framleiðsluteymi myndarinnar gefið honum gerviliminn sem hann svo hengdi á vegg við hlið hamarsins sem hann notaði í hlutverki sínu sem þrumuguðinn Þór.

„Svo hann er með báða hamrana sína saman,“ sagði Mungel í gríni.

Mungel var óspar á typpa-grínið er hann útskýrði hvernig hann býr til limina með silíkoni sem hann mótar í form lims eða eistna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone