fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Stal óvart Píku í 40 mínútur og vingaðist við hana

Fókus
Miðvikudaginn 18. maí 2022 14:21

Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður nokkur setti inn færslu í dag í vinsæla kattavinahópinn – Spottaði kött – á Facebook. Þar vildi hann biðjast afsökunar á því að hafa óvart stolið ketti í dag.  Frásögnin hefur vakið mikla lukku, bæði vegna frásagnarstílsins sem og vegna þess hvað kötturinn heitir.

„Kæri kattareigandi á Grettisgötu. Ég rétt skaust úr bílnum til að sækja einhverja helvítis dælu, fleygði inn í bíl og brunaði af stað. Ég var komin lengst út í rassgat, þ.e. upp á velli í Hafnarfirði er ég heyri mjög confused [ráðvillt] „mjjjaaaaaááá?“.“ 

Maðurinn uppgötvaði þá að hann var með laumufarþega um borð sem líklega hefur laumað sér inn þegar hann sótti dæluna.

„Þannig að ef þú varst að leita að mjása í morgun, þá var það alveg óvart að ég stal kettinum þínum í 40 mín, lofa. Hún fékk samt gott klap og vingaðist okkur ágætlega.“ 

Maðurinn nýtir svo tækifærið og hrósar kattareigandanum fyrir nafngiftina „því Píka er örugglega besta kattarnafn í heimi.“

Eins og áður segir hafa á sjötta hundrað kattavina brugðist við frásögninni, ýmist með hlæjandi tjákni eða þumli upp.

Þó nokkrir hafa einnig lýst ánægju sinni í athugasemdum.

„Með betri sögum sem ég hef heyrt. Dásemd,“ skrifar ein. 

„Vá þetta gerði mánuðinn fyrir mig,“ skrifar önnur. 

„Þetta er með betri færslum ársins,“ skrifar enn einn. 

Aðrir réðu ekki við sig og komu með nafnagrín.

„Klappaði píku á völlunum“ 

„Svo þú skilaðir eigandanum píkunni sinni?“ 

Og svo „Mig langar að sjá fréttagreinina „Stal óvart Píku í 40 mínútur og vingaðist við hana“ en Fókus sá ekki annað fært en að verða við þessari beiðni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart