Leni Klum, átján ára dóttir ofurfyrirsætunnar Heidi Klum, fetar í fótspor móður sinnar og klæðist sama kjólnum, 24 árum seinna.
„Skólaball í kjól frá mömmu,“ skrifaði hún með myndunum á Instagram.
View this post on Instagram
Heidi er stolt mamma og setti hjarta við myndirnar.
Ofurfyrirsætan klæddist kjólnum á viðburð HBO í Radio City Music Hall í New York árið 1998.
Leni Klum steig sín fyrstu skref í tískubransanum í desember 2020 og hefur síðan þá getið sér gott orð sem fyrirsæta.
View this post on Instagram