fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Fókus

Hafa gefist upp í leitinni að miðum á lokakvöld Eurovision – „Það er búið að ræna fólk sem við þekkjum“

Fókus
Laugardaginn 14. maí 2022 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Guðnason, ungur maður með þroskahömlun og stuðningsforeldri hans, Sigurður Sólmundarson, hafa gefist upp í baráttu sinni um að fá miða á lokakvöld Eurovision í kvöld. Frá þessu greinir Sigurður á Facebook-síðu sinni í morgun.

Í gær fjölluðu flestir fjölmiðlar landsins um för tvímenninganna til Tóróníó til þess að upplifa draum Bjarka, sem er með þroskahömlun, um að fara á lokakeppni Eurovision. Móðir Bjarka hafði greitt 2.500 evrur fyrir tvo miða á lokavöldið frá fyrirtækinu Viagogo en þegar í gær fékk hún póst þess efni að ekki væri hægt að afgreiða pöntunina. Bjarki og Sigurður voru þá komnir til Ítalíu og sátu uppi með sárt ennið.

„Hún fær þetta sennilega endurgreitt en það er ömurlegt sárabót,“ sagði Sigurður í samtali við Fréttablaðið í gær.

Óhætt er að segja að málið hafi vakið talsverða athygli og fóru meðal annars starfsmenn RÚV á fullt í það að reyna að útvega tvímenningunum í miða. Þrátt fyrir að öllu hafi verið tjaldað til greindi Sigurður frá því núna í morgun að verkefnið væri vonlaust og að það væri ósk þeirra að fólk myndi hætta að reyna að redda miðum fyrir okkur.

„Við þökkum öllum fyrir hjálpina en þetta er einfaldlega því miður ekki hægt. Það er búið að ræna fólk sem við þekkjum og þá segjum við stopp! Við ætlum að horfa á keppnina í euro park eldhressir. Á næsta ári förum við út og verslum miðana beint frá bónda,“ skrifar Sigurður og útlistar í myndbandi sem fylgir færslunni að vinur þeirra hafi tapað 300 evrum í einhverskonar miðasvindli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vítalía biðst afsökunar á að hafa brugðist öðrum þolendum

Vítalía biðst afsökunar á að hafa brugðist öðrum þolendum
Fókus
Í gær

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netverjar hafa nóg að segja um nýju vaxstyttuna af Billie Eilish

Netverjar hafa nóg að segja um nýju vaxstyttuna af Billie Eilish
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna eiga karlmenn að pissa sitjandi

Þess vegna eiga karlmenn að pissa sitjandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt sem við vitum um nýja kærasta Svölu – Býr í rúmlega 180 milljón króna höll með pabba sínum

Allt sem við vitum um nýja kærasta Svölu – Býr í rúmlega 180 milljón króna höll með pabba sínum