fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fókus

Starfsauglýsing vekur athygli – Sjúkraþjálfara vantar í vændisdeildina

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 10. mars 2022 20:30

Myndin er samsett - Mynd til hægri: Pexels - Mynd til vinstri: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefsíðan og smáforritið Alfreð er líklega vinsælasti vettvangurinn fyrir fólk til að leita sér að vinnu hérlendis. Tími blaðaflettinga er löngu liðinn þegar kemur að atvinnuleit því þegar notast er við netið til að leita sér að atvinnu eru möguleikarnir mun fleiri. Hægt er til dæmis að stilla leitina sérstaklega og skoða nýjar og eldri auglýsingar á sama stað.

Einnig er hægt að nýta sér tæknina í nokkrum vöfrum til að þýða heilu atvinnuauglýsingarnar í beinni, það getur sérstaklega hentað fyrir fólk sem talar ekki íslensku. Það er þó ljóst að þessi tækni er ekki alveg fullkomin því Google Translate skilur íslenska tungu ekki alveg nógu vel.

Ansi fyndið skjáskot sem tekið var af atvinnuauglýsingu á Alfreð hefur verið að ganga manna á milli hér á landi. Ástæðan fyrir því að skjáskotið er fyndið er sú að auglýsingin er þýdd nokkuð brösulega yfir á ensku úr íslensku.

Í auglýsingunni er fyrirtækið Stoð, þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði, að leita að sjúkraþjálfara í stoðtækjadeildina sína. Google Translate hefur eitthvað brugðist bogalistin við þessa þýðingu því á ensku stendur að óskað sé eftir „physical trainer in the prostitution department“ eða sjúkraþjálfara í vændisdeildina.

Vonandi hafa ekki margir sjúkraþjálfarar gert þau mistök að sækja um í von um að fá að starfa í vændisdeildinni því eftir því sem DV veit er engin slík deild starfrækt hjá Stoð. Þeir sem hafa áhuga á að sækja um að starfa sem sjúkraþjálfari í stoðtækjadeildina geta hins vegar sótt um hér.

Skjáskotið sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:

Skjáskot
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar