fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Opinberar loksins hvort Pete Davidson kemur fram í „The Kardashians“ eða ekki

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 10. mars 2022 08:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian tjáði sig í fyrsta sinn um samband hennar og grínistans Pete Davidson í viðtali við Variety.

Parið hefur verið saman í um það bil fjóra mánuði og hefur passað sig að halda sambandinu utan sviðsljóssins, eða eins mikið og þau geta. Þau til dæmis deila ekki myndum af hvort öðru og eru aðeins nýbyrjuð að tjá sig um sambandið í fjölmiðlum. Pete kallaði Kim kærustuna sína opinberlega í fyrsta sinn fyrir stuttu og þetta viðtal er í fyrsta skipti sem Kim tjáir sig um sambandið.

Sjá einnig: Kallar Kim Kardashian kærustuna sína í fyrsta skipti

Aðspurð hvort grínistinn muni koma fram í nýju raunveruleikaþáttum fjölskyldunnar á Hulu, „The Kardashians“ svaraði hún: „Ég hef ekki tekið upp með honum, en ég er ekki á móti því. Þetta er bara ekki það sem hann gerir.“

En þó að Pete sé ekki búinn að vera fyrir framan myndavélina, enn sem komið er, þá munum við fá að vita meira um samband þeirra. Raunveruleikastjarnan sagði að áhorfendur fá að sjá „hvernig við kynntumst og hvort okkar hafði fyrst samband, og hvernig þetta allt gerðist og öll þessi smáatriði sem allir vilja vita.“

„Ég er klárlega opin fyrir því að tala og útskýri þetta klárlega,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir