fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Courteney Cox um fegrunaraðgerðirnar – „Ég þurfti að stoppa, þetta var orðið klikkað“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 22. febrúar 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Courteney Cox opnar sig um að hafa gengið of langt í fegrunaraðgerðum og slúðrið sem fylgdi í viðtali við breska Sunday Times á dögunum.

Courteney Cox varð fyrst fræg fyrir hlutverk sitt sem Monica í sjónvarpsþáttunum Friends sem slógu í gegn á tíunda áratugnum. Hún var búin að láta breyta sér þónokkuð áður en hún byrjaði í þáttunum Cougar Town árið 2009. Fjölmiðlar fóru að fjalla sífellt meira um útlit hennar og voru háværar sögusagnir um að hún hefði lagst undir hnífinn. Í þætti af Running Wild with Bear Grylls í ágúst 2016 sagðist Courteney hafa fengið sér fyllingar því hún hafi verið að eltast við að líta unglega út.

Árið 2017 lét hún leysa upp fyllingar í andliti sínu og sagðist sjá eftir því að hafa barist gegn öldrunareinkennum með lýtaaðgerðum.

„Það kom tímapunktur þar sem ég hugsaði: „Ég er að breytast. Ég er byrjuð að eldast.“ Og ég reyndi að elta þennan æskuljóma eins og ég gat í mörg ár. Og ég áttaði mig ekki á því að: Andskotinn, ég er reyndar frekar furðuleg með allar þessar fyllingar. Og ég var að gera hluti við andlitið mitt sem ég myndi aldrei gera núna,“ segir hún við Sunday Times.

Leikkonan segir að „fólk talaði um mig, held ég“ og „það kom tímabil þar sem ég áttaði mig á því að ég þyrfti að stoppa, þetta var orðiðklikkað.“

Courteney ræddi við NewBeauty um fegrunaraðgerðirnar árið 2017 og sagðist líða betur án fyllinganna.

„Mér líður betur því ég lít út eins og ég sjálf,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 4 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur 2025

Fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur 2025
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist
Fókus
Fyrir 6 dögum

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru