fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Svona varð vinsælasti vinkonuhópur landsins til – „Ekkert drama og gekk ógeðslega vel“

Fókus
Föstudaginn 4. febrúar 2022 12:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir fer yfir upphaf LXS-gengisins og hvernig þessi sjö manna hópur ólíkra vinkvenna hefði komið til með að vera.

Hún er nýjasti gestur hlaðvarpsins Chess After Dark þar sem hún fer um víðan völl í samræðum við þáttastjórnendurna Leif Þorsteinsson og Birkir Karl Sigurðsson. Hún ræðir um lífið sem áhrifavaldur og leikkona, og deilir skemmtilegum fróðleik um vinsælasta vinkonuhóp landsins.

Ekkert drama, bara gaman

LXS-dívurnar eru sjö talsins, þær Kristín Pétursdóttir, Sunneva Einarsdóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir, Magnea Björn Jónsdóttir, Hildur Sif Hauksdóttir, Ína María Norðfjörð og Ástrós Traustadóttir. Þær eiga það sameiginlegt að tugi þúsunda landsmanna fylgir þeim á Instagram, vilja vita allt um þær og fylgist með hverju skrefi þeirra. Þrátt fyrir að hópurinn hefði fyrst komið saman sumarið 2020 þá tengdust þær sterkum böndum og hafa merkt sig hver annarri til æviloka með húðflúri vinahópsins.

Sjá einnig: Áhrifavaldadrottningar landsins innsigla vináttuna með bleki

Í Chess After Dark fer Kristín yfir upphaf LXS-hópsins. „Við Birgitta höfum verið vinkonur síðan í grunnskóla. Gaurar sem voru að skipuleggja einhverjar ferðir höfðu samband við hana og báðu hana um að setja saman vinkonuhóp og það væri „ekkert verra“ ef þær væru með fylgjendur,“ segir Kristín.

„Birgitta smalar saman og spyr mig ásamt fleiri stelpum hvort við komumst í ferð um helgina. Sumar komust, aðrar ekki, en við enduðum sem þessi sjö manna hópur.“

Sjá einnig: LXS-skvísurnar halda heilög jól

Kristín segir að hún þekkti ekki allar í hópnum á þeim tímapunkti. „Svo bara tengdumst við allar vel í þessari ferð […] Ekkert drama og gekk ógeðslega vel.“

Þær fóru síðan að hittast oftar. „Svo varð þetta bara eitthvað grín. Skírðum spjallið okkar einhverju fyndnu nafni og þetta LXS er semsagt komið úr því. Svo hefur þessi hópur haldið samleið, alveg random hópur en það eru allir með sitt innlegg. Erum allar ólíkar.“

 

Þú getur horft á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun