fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Segir að jöfn skipting reiknings á stefnumóti sé áhrif feðraveldisins – „„Skiljið þið hversu fáránlegt þetta er?“

Fókus
Föstudaginn 28. janúar 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona hefur valdið fjaðrafoki á Netinu eftir að hún hélt því fram að það væri afleiðing feðraveldisins að nú á dögum sé ætlast til að konur borgi helming reiknings á móti karlmönnum þegar þau fara á stefnumót.

Kiera Breaugh fullyrti þetta í myndbandi sem hún deildi á TikTok í nóvember en þar segir hún að karlmenn ættu ekki að gera ráð fyrir því að konan borgi á móti þeim fyrir stefnumót.

„Ein lúmskustu og fáránlegustu áhrif feðraveldisins er bókstaflega þegar konur borga 50/50. Menn eru að segja: „Nú er árið 2021, jafnréttið sko? Þú átt að borga 50/50.“

Kiera bendir á að konur njóti ekki sömu réttinda og karlmenn. Þær fái minna borgað, þær njóti minni forréttinda, þær búi við verra öryggi og fái minna pláss.

„Sú staðreynd að karlmenn búist við því að konur greiði helming á móti þeim þegar konur fá ekki helminginn af neinu. Ekki 50 prósent af peningunum, ekki 50 prósent af forréttindunum, ekki 50 prósent af örygginu, ekki 50 prósent af plássinu sem þær mega taka. Ekkert af þessu. En þær eiga að borga helminginn á móti karlmönnum, jafnvel þó þær séu ekki með jöfn réttindi.“

Kiera segist nýlega hafa gert sér grein fyrir þessu. Í reynd sé verið að byrja á vitlausum enda. Jöfn skipting reiknings á stefnumóti ætti að koma þegar konur í reynd njóti sömu réttinda og karlmenn.

„Skiljið þið hversu fáránlegt þetta er? Ég er bara að átta mig á þessu núna. Af hverju erum við að byrja á lokapunktinum? Af hverju erum við að byrja á því að láta eins og konur njóti jafnréttis áður en þær njóta þess til fulls?“

Telur hún líklegast að þetta fyrirkomulag sé komið á vegna þess að karlmenn njóti góðs af því að þurfa ekki að greiða allan reikninginn. Þá skyndilega trúi þeir staðfest á jöfn réttindi, þó að þeir geri það ekki á öðrum sviðum í lífinu.

„Nú vegna þess að þetta hentar karlmönnum. Karlmenn njóta góðs af því að geta sagt : „Ég er femínisti og trúi því að konur eigi að borga 50/50 á stefnumótum.“ Og þetta eru einu skiptin sem þeir trúa á jafnrétti.“

 

@kierabreaugh♬ original sound – Kiera Breaugh

Um þetta hafa skapast líflegar umræður. En hátt í 500 þúsund hafa horft á myndbandið. Þar hafa konur bent á að karlmenn séu á öðrum sviðum sambanda ekki tilbúnir til að mæta konum til helminga – einkum hvað varði heimilisstörf og þriðju vaktina.

„Fullt af mönnum vilja bara sjá skipt til helminga þegar kemur að útgjöldum, en ekki þegar það kemur að heimilinu eða uppeldi.“

„Við þénum minna en karlmenn en vinnum jafn mikið, við þurfum að gera 90 prósent af heimilisstörfunum. Að skipta til helminga er svindl.“ 

„Stefnumót eru til að gefa til kynna kostina við að hefja samband. Ef hann er ekki til í að borga fyrir þig núna þá verður það bara verra þegar þið eruð gift.“

„ÞETTA ERU EINU SKIPTIN SEM MENN SVO MIKIÐ SEM MINNAST SJÁLFVILJUGIR Á FEMÍNISMA. ÞÚ OPNAÐIR AUGU MÍN FYRIR ÞESSU.“ 

„Af hverju ætti fyrsta skrefið í átt að jafnrétti að fela í sér að við gefum frá okkur eitthvað af þeim fáum forréttindum sem við höfum?“

Þó eru einhverjir á öðru máli.

„Borgaðu bara fyrir matinn þinn vinan. Ekki treysta um of á karlmann.“ 

„Ég vorkenni konum sem hugsa svona.“ 

„Ég er kona og ég skammast mín fyrir það sem þú segir.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun