fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Youtube-stjarna dæmd til að greiða Cardi B rúmar 160 milljónir fyrir meiðyrði

Fókus
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 11:54

Cardi B. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Youtube-stjarnan Tasha K hefur verið dæmd til að greiða rapptónlistarkonunni Cardi B rúmar 162 milljónir króna í skaðabætur fyrir meiðyrði. Tasha K, sem heitir í raun Latasha Kebe, heldur úti vinsælli youtube-síðu sem heitir UnWineWithTashaK þar sem hún fjallar um frægt fólk og slúðurfréttir. Státar síðan af rúmlega 1 milljón fylgjenda.

Dómsstóll í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í byrjun vikun að Kebe hefði gerst sek um meiðyrði, innrás í einkalíf tónlistarkonunnar og að valda henni tilfinningalegri streitu og að rétt væri að Kebe myndi greiða Cardi B áðurnefndar miskabætur.

Cardi B. og Latasha Kebe

Í dómnum kom fram að Kebe hefði farið af stað með herferð gegn Cardi B. árið 2018 og birt fjöldann allan af niðurlægjandi athugasemdum sem hægt væri að flokka sem áreiti. Þar á meðal fullyrti að Kebe að tónlistarkonan hefði framfleytt sér með vændi.

Kæra tónlistarkonunnar var lögð fram í mars 2019 en þar hélt hún því fram að Kebe væri með sig á heilanum og nýtti hvert tækifæri til þess að áreita sig. Til marks um það bentu lögmenn tónlistarkonunnar á að alls hefði Kebe framleitt og birt 38 myndbönd á 16 mánaða tímabil þar sem fjallað var um Cardi B. með meiðandi hætti.

Kebe lýsti sig saklausa af ásökununum og brást meira að segja við með því að kæra Cardi B. á móti líkamsárás og að hafa kallað yfir sig hótanir.

Kebe brást við dómnum með yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni. Þar segir hún hafa barist af hörku fyrir dómstólnum ásamt eiginmanni sínum og lögmanni en allt hafi komið fyrir ekki. „Mig langar til að þakka þeim fyrir langar vinnustundir og svefnlausar nætur. Winos [youtube-rásin] mun aðeins fara uppá við héðan í frá. Sé ykkur eftir nokkra daga. Nú hefst vinnan að nýju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það