fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fókus

Myndband af „epískri“ uppsögn vekur athygli – Lét yfirmenn heyra það

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 21. september 2021 09:16

Samsett mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður Walmart verslunarkeðjunnar í Bandaríkjunum sagði upp vinnunni eftir að hafa fengið upp í kok af starfsumhverfinu og hegðun yfirmanna. Starfsmaðurinn passaði upp á það að yfirmennirnir og viðskiptavinir vissu að hann væri komin með nóg og hafa netverjar kallað uppsögn hans epíska.

Eitt er víst, uppsögn Beth McGrath var óhefðbundin. Hún birti myndband af uppsögninni á Facebook og hefur það vakið mikla athygli. Yfir 220 þúsund manns hafa horft á myndbandið og fjalla einnig fjölmiðlar vestanhafs um það.

Lét yfirmenn heyra það í hátalarakerfinu

Beth notaði hátalarakerfið í Walmart til að tilkynna um uppsögn sína.

„Viðskiptavinir og starfsmenn Walmart takið eftir. Ég er Beth úr raftækjadeildinni. Ég hef unnið í Walmart í tæplega fimm ár og get sagt að allir hér eru að vinna of mikið á of lágum launum,“ segir hún í hátalarakerfið.

„Mætingarstefna fyrirtækisins er kjaftæði. Það er komið illa fram við okkur á hverjum degi af bæði stjórnendum og viðskiptavinum. Í hvert skipti sem við kvörtum yfir því er okkur sagt að það sé auðvelt að finna nýja starfsmenn í okkar stað. Ég er þreytt á þessari stanslausu „gaslýsingu“. Þetta fyrirtæki kemur fram við eldri starfsmenn eins og skít.“

Beth nefndi nokkra yfirmenn á nafn og lét þá einnig heyra það. „Ég vona að þið talið ekki við fjölskyldur ykkar eins og þið talið við okkur.“

Lokaorð hennar voru stutt en nokkuð áhrifamikil. „Stjórnendur mega fokka sér og líka þetta starf. Ég segi upp.“

Beth deildi myndbandinu í síðustu viku. Hún hefur síðan þá deilt nýrri færslu þar sem hún þakkar netverjum fyrir stuðninginn.

„Ég bjóst aldrei við að myndbandið myndi vekja svona mikla athygli,“ sagði hún. „Þetta hefur verið tilfinningarússíbani.“

Hún lagði áherslu á að hún birti ekki myndbandið til að „verða vinsæl“ heldur vildi hún vera „rödd fyrir aðra starfsmenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjólar í fyrrverandi prinsinn og sparar ekki stóru orðin – „Hann er fáfróður, frekur og heimskur“

Hjólar í fyrrverandi prinsinn og sparar ekki stóru orðin – „Hann er fáfróður, frekur og heimskur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pattra ósátt við frétt Vísis um skilnaðinn: „Að gera það svo á þennan ósmekklega máta finnst mér fyrir neðan allar hellur!“

Pattra ósátt við frétt Vísis um skilnaðinn: „Að gera það svo á þennan ósmekklega máta finnst mér fyrir neðan allar hellur!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar og Sigmundur Ernir ljúka bókakonfektinu í ár

Gunnar og Sigmundur Ernir ljúka bókakonfektinu í ár
Fókus
Fyrir 5 dögum

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar

Segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Grænland geymir mestu ráðgátu Norðurlandasögunnar

Grænland geymir mestu ráðgátu Norðurlandasögunnar