fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Vinirnir úr þáttunum Vinir talin vera meira en bara vinir

Fókus
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú saga gengur nú um Hollywood að leikararnir Jennifer Aniston og David Schwimmer séu að stinga saman nefjum, og virðist fólk varla halda vatni yfir tíðindunum.

Jennifer og David eru þekktust fyrir hlutverk sín í hinum ótrúlega vinsælu þáttum, Vinir, sem enn daginn í dag njóta mikilla vinsælda og geta jafnvel ungmenni fædd eftir aldamátin vitnað í þættina af kunnáttu.

Jennifer og David léku persónurnar Rachel og Ross en þau áttu í haltu mér, slepptu mér-sambandi allt frá fyrsta þætti þáttanna til lokaþáttarins þar sem þau enduðu saman.

Því þykir mörgum það ekkert annað en dásemd að leikararnir séu nú að ná saman eftir allan þennan tíma.

Þau hittust nýlega til að taka upp sérstakan endurfunda-þátt og í kjölfarið hafa þau í sitt hvoru lagi viðurkennt að hafa borið tilfinningar til hvors annars á meðan á tökum þáttanna stóð á síðustu öld.

Heimildarmaður sem sagður er þekkja til þeirra á að hafa sagt: „Eftir endurfundaþáttinn og alla þessa upprifjun á fortíðinni þá kynti það undir gömlum tilfinningum hjá þeim og neistann sem þau þurftu alltaf að kæfa var enn til staðar. Þau byrjuðu að skiptast á skilaboðum strax eftir að tökum á endurfundaþættinum lauk og í síðasta mánuði flaug David frá heimili sínu í New York til Los Angeles til að hitta Jen.“

Á Jen að hafa boðið David í mat og þau hafi eytt tímanum saman að spjalla og hafa gaman.

„Þau sáust einnig drekka vín saman í innilegum samræðum á meðan þau gengi um á einni uppáhalds vínekru Jen í Santa Barbara og var öllum viðstöddum ljóst að það neistaði á milli þeirra.“

Í endurfundaþættinum viðurkenndi David að hafa verið skotinn í Jen á meðan á tökum þáttanna stóð í den og tók Jen undir það. „Ég man að ég sagði einu sinni við David „Það verður frekar svekkjandi ef við kyssumst í fyrsta sinn í sjónvarpinu.“ En sú varð raunin. Við færðum alla virðinguna og ástina sem við bárum hvort til annars yfir í Ross og Rachel

Nú hafa hins vegar aðrir miðlar haldið því fram að talsmaður David segi ekkert hæft í þessum orðróm. Vinirnir úr Vinir séu einfaldlega bara vinir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Í gær

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro