fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Piers Morgan lætur Harry heyra það – „Þú hlýtur að vera að fokking djóka?????“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 18:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því nýlega að Harry bretaprins væri að gefa út æviágrip sín í bók. Þegar greint var frá útgáfu bókarinnar var Piers Morgan, fyrrum þáttastjórnandi Good Morning Britain, ekki lengi að tjá sig um útgáfuna.

Það kemur eflaust fáum á óvart að Morgan hafi látið Harry heyra það vegna bókarinnar þar sem hann hefur undanfarna mánuði gert lítið annað en að hrauna yfir Harry og eiginkonu hans, Meghan Markle.

„Þú hlýtur að vera að fokking djóka?????“ sagði Morgan á Twitter um leið og fréttir af bókinni voru birtar. Morgan lét svo tvo hlægjandi hláturkalla fylgja með þessum orða en lét það þó ekki nægja. Í dag birti hann pistil í Daily Mail þar sem hann urðar yfir Harry. Harry var lýst sem einni „áhugaverðustu og áhrifamestu manneskju síns tíma“ í yfirlýsingu frá útgefanda bókarinnar en það fór illa í Morgan.

„Þegar ég hugsa um áhugaverðustu og áhrifamestu manneskjur míns tíma hugsa ég um Nelson Mandela, Muhammad Ali, Steve Jobs, Marie Curie,“ segir Morgan í pistlinum. „Ég hugsa ekki um ofdekraðan, sjálfumglaðan, hræsnara sem var fæddur inn í gríðarleg forréttindi,“ segir hann svo og bætir við að Harry sé ekki með neina hæfileika. „Fyrir utan að gjörsamlega rústa konunglegri stöðu sinni fyrir peninga með því að ráðast stanslaust á stofnunina sem gerði hann að því sem hann er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld