fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fókus

Sigga Dögg nakin í nýjum þáttum á Stöð 2 – „Það er enginn staður á Íslandi sem leyfir nekt“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 16:25

Sigga Dögg kynfræðingur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í haust fara af stað nýjir þættir á Stöð 2 en þættirnir eru í umsjón kynfræðingsins Siggu Daggar og aðstoðarmanns hennar, Ahd Tamini. Vísir birti í dag viðtal við Siggu um þættina en viðtalið birtist í Íslandi í dag í gær..

Þættirnir sem um ræðir bera nafnið Alls konar kynlíf. Um er að ræða fræðslu- og skemmtiþætti þar sem Sigga og Ahd ræða og fræða um alls konar mál sem tengjast kynlífi, eins og nafnið á þáttunum gefur til kynna. Í þáttunum verður til að mynda rætt við sérfræðinga og þjóðþekkta einstaklinga, eins og Erp Eyvindarsson, Donnu Cruz og fleiri, um kynlíf.

„Við fjöllum um mál sem að fólk virðist oft stopp á, eins og nekt. Að spyrja fólk út í nekt af því að það er enginn staður á Íslandi sem leyfir nekt.“

„Hver hefur ekki séð á þér brjóstin?“

Í Íslandi í dag segir Sigga frá því að hún verði nakin í þáttunum en hún hélt sérstaklega fund með fjölskyldunni sinni til að tilkynna þeim það. „Ég tók alveg fjölskyldufund og þau héldu náttúrulega að ég væri dauðvona,“ segir Sigga í Íslandi í dag.

„Þau voru ekkert stressuð yfir þessu. Pabbi sagði meira að segja: „Hver hefur ekki séð á þér brjóstin?“ og ég var alveg „WHAT hvað meinarðu?“ en þá fara að koma sögur af því hvað ég var frjálslyndur unglingur,“ segir Sigga. „Þegar ég fór að tala við fólk fór ég að stinga upp á því að það væri svona kaffihús sem væri með nakta kaffistund einn miðvikudag í mánuði milli 4 og 6 en það var eiginlega enginn kominn þangað.“

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið úr Íslandi í dag þar sem rætt er við Siggu um nýju þættina:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásdís Rán stolt af tengdasyninum

Ásdís Rán stolt af tengdasyninum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar