fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fókus

Donna og Edda um skaðsemi gríns Péturs Jóhanns – „Já, þú ert örugglega geggjuð í rúminu því þú ert svona asísk“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 23. júní 2021 09:48

Samsett mynd/YouTube/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donna Cruz leikkona er nýjasti gestur Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Þær ræða um fordóma og tala meðal annars um umdeilt „grín“ Péturs Jóhanns Sigfússonar í myndbandi sem Björn Bragi Arnarson deildi á Instagram fyrir ári síðan. Í myndbandinu er hann að leika asíska konu í kynlífsathöfnum og var hann í kjölfarið harðlega gagnrýndur og sakaður um rasisma og kvenfyrirlitningu.

Aðspurð hvort hún hafi fundið fyrir fordómum svarar Donna játandi. „Hvernig það er talað við mig stundum […] Ég var alveg í þeim pakka að gera rosa grín og vera með í gríninu en það fékk mig bara smá til að líða illa,“ segir hún og bætir við að þetta hafi verið hennar leið til að kljást við þetta.

Donna viðurkennir að þegar hún var yngri þá hefði hún örugglega verið með í gríninu hjá Pétri Jóhanni. „Ég hefði örugglega hlegið [að þessu] og fundist það ógeðslega fyndið. En þetta er samt ekki fyndið því þetta ýtir undir staðalímynd sem er að meiða fólk. Ég er ekki svona í dag. Ég hika ekki við að [segja eitthvað við fólk] ef mér finnst það fara yfir línuna,“ segir hún.

Þær ræða skaðsemi gríns hans og bendir Edda á skaðsemi þess þar sem oft sé komið öðruvísi fram við asískar konur í kynlífi. „Sem hefur ógeðsleg áhrif andlega á fólk,“ segir Edda.

Donna segir að hún hafi fengið slíkar athugasemdir. „Ég hef alveg fengið að heyra: „Já þú ert örugglega geggjuð í rúminu því þú ert svona asísk.“ Já þú ert örugglega heimskur,“ segir hún.

„Já eða þú ert ömurlegur í rúminu því þú ert úr Garðabænum, þetta meikar ekkert sens“ segir Edda.

Horfðu á viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

10 merki um að makinn sé að halda framhjá þér með samstarfsfélaga

10 merki um að makinn sé að halda framhjá þér með samstarfsfélaga
Fókus
Í gær

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Konungsfjölskyldan brjáluð yfir teboði prinsessunnar

Konungsfjölskyldan brjáluð yfir teboði prinsessunnar