fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fókus

Fasteignaauglýsing gerir allt vitlaust meðal áhugafólks um markaðsmál – „Mikið af hræddum karlmönnum í þessum þræði“

Fókus
Fimmtudaginn 17. júní 2021 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsing frá Fasteignasölunni Trausta hefur valdið miklum usla innan Facebook-hópsins Markaðsnördar þar sem fólk með áhuga á auglýsingum og markaðsmálum deilir skoðunum sínum. Óhætt er að segja að áhugafólk um traust samfélagsmiðlarifrildi fái nokkuð fyrir sinn snúð.

Í umræddri auglýsingu er vakin athygli með áberandi hætti á „kjarnakonum“ sem starfa hjá fasteignasölunni. Undir myndunum af kvennkyns starfsmönnum fasteignasölunnar eru síðan smærri myndir af karlkyns starfsmönnunum þar sem viðskiptavinir eru hvattir til þess að heyra í þeim ef að það sé á tali hjá stelpunum.

Þegar auglýsingunni var deilt inn á hópinn þá kviknaði líflega umræða um ágæti hennar og sýndist sitt hverjum.

Auglýsingin umdeilda

Einn notandi benti á athyglin sem auglýsingin fengi eins og sér benti til þess að hún væri góð. „Sem yfirlýstum öfgafemínista finnst mér hún ekkert frábær,“ sagði notandinn. Benti viðkomandi á að meirihluti fasteignaauglýsinga væru svipaðar nema með öfugum kynjahlutföllum og því væri merkilegt að „pönk“ sem birtist í umræddri auglýsingu myndi setja kommentakerfið á hliðina.

Annar notandi er á sama máli. „Skemmtileg auglýsing sem vekur athygli. Vel heppnuð staðfærsla með húmor að leiðarljósi. Skil ekki að fólk átti sig ekki á að viðbrögð við auglýsingunni með öfugum formerkjum væru að sjálfsögðu önnur enda væri ekkert fyndið við það þar sem það væri áframhald á þeim karlavaldakúltúr sem hefur verið til staðar í hundruði ára. Þarna er verið að gera góðlátlegt grín með því að snúa hlutverkum við,“ segir viðkomandi og er hæstánægð með auglýsinguna.

Það eru margir sem eru þó ekki á því að auglýsingin sé vel heppnuð.

„Kjánalegt. Misheppnuð tilraun til að vera fyndin og sniðug,“ sagði einn og önnur bætti við: „Skelfileg auglýsing langt útfyrir öll mörk á hitt kynið(karla)“ og lét fylgja með hinn gildishlaðna kúkabroskarl. Þá orgaði einn að um PC-rúnk væri að ræða.

Þrátt fyrir að bæði konur og karlar hafi látið í ljós óánægju sína voru karlar þó í meirihluta. Kjarnaði því einn umræðuna með því að láta þessi orð falla „Mikið af hræddum karlmönnum í þessum þræði“.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vín fyrir gæludýr komið á markað – „Gott gegn stressi“

Vín fyrir gæludýr komið á markað – „Gott gegn stressi“
Fókus
Í gær

Birtir fallega mynd: Lærði að elska líkamann eftir tvíburameðgöngu

Birtir fallega mynd: Lærði að elska líkamann eftir tvíburameðgöngu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Viðurkennir að hafa haldið framhjá eiginkonunni – Hún rýfur þögnina

Viðurkennir að hafa haldið framhjá eiginkonunni – Hún rýfur þögnina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellen deilir myndbandi af nýja heimilinu

Ellen deilir myndbandi af nýja heimilinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral