fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Orðið á götunni – Baráttan um opnun KFC fyrir norðan miðar hægt – Akureyringum enn í nöp við Helga fyrir Lindu-svikin

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. júní 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni var greint frá því að forsvarsmenn KFC á Íslandi ættu í viðræðum við fasteignafélag norðan heiða um að opna útibú skyndbitakeðjunnar vinsælu á Akureyri. Sá áhugi er ekki nýr af nálinni heldur hefur verið á teikniborðinu í tæpa tvo áratugi. Síðustu tíu ár hefur verið reynt af krafti að koma framkvæmdinni í farveg án árangurs.

Í frétt Vísis um málið í vikunni kom allt þetta fram og var haft eftir Helga Vilhjálmssyni, sem gjarnan er kenndur við Góu, að stjórn bæjarfélagsins hafi ekki haft áhuga á því að fá kjúklingakeðjuna í bæinn og að yfirvöld hefðu lagt steini í götu allra hugmynda um slíkt.

Orðið á götunni er að ástæðan fyrir þessu áhugaleysi sé yfirvalda, að minnsta kosti að hluta til, að enn eimi eftir af reiði í garð Helga fyrir að hafa flutt sælgætisgerðina Lindu frá Akureyri og suður seint á síðustu öld.

Helgi keypti hina ástsælu sælgætisgerð Lindu á Akureyri árið 1993. Fyrirtækið var stofnað árið 1949 og átti sess í hjörtum norðanmanna enda voru umsvifin talsverð. Þegar best lét á áttunda áratug síðustu aldar störfuðu þar um 45 manns að staðaldri og var reksturinn í þriggja hæða stórhýsi í bænum.

Að lokum fór að halla undan fæti og þegar Helgi keypti fyrirtækið störfuðu þar um 25 manns. Reksturinn var síðan fluttur suður í lok árs 1995.

Því hefur stundum verið haldið fram að Akureyringar hafi í gegnum tíðina ekki verið neitt sérstaklega hrifnir af því þegar athafnamenn að sunnan ætla sér stóra hluti í fyrirtækjarekstri fyrir norðan. Það er mögulega of sagt en hins vegar er engu logið með að það er talin fullkomin dauðasynd í augum innfæddra að taka rótgróin fyrirtæki fyrir norðan og flytja þau alfarið suður.

Erfiðleikar Helga og KFC við að opna útibú í bænum er kannski gott dæmi um þessa kenningu. Tíminn læknar þó öll sár og því gæti loks farið svo að Akureyringar geti smjattað á djúpsteiktum kjúklingi ofurstans þó að það sé mögulega tuttugu árum síðar en áætlað var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlíf með kærastanum er ótrúlegt – En það sem hún fann í tölvunni sneri veröld hennar á hvolf

Kynlíf með kærastanum er ótrúlegt – En það sem hún fann í tölvunni sneri veröld hennar á hvolf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“