fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Guðrún miðill sá fyrir fall Wow air og hneyksli í Þjóðkirkjunni – Hefur fengið skilaboð um að hún verði 96 ára – „Ég á að hjálpa fólki“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 14. maí 2021 12:30

Mynd af Guðrúnu: SRFÍ.is Mynd af Tarot spilum: Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Kristín Ívarsdóttir miðill er framan á forsíðu nýjasta tölublaði Vikunnar. Hún opnar sig um áföll og litríka ævi sína í einlægu viðtali.

Guðrún eignaðist dóttur sína þegar hún var 23 ára. Fæðingin var mjög erfið og voru báðar Guðrún og dóttir hennar í lífshættu. En það var annað sem gerðist í fæðingunni að sögn Guðrúnaar, sýnirnar opnuðust af fullum krafti. Í kjölfarið fór hún til Friðbjargar Óskarsdóttur í Kærleikssetrinu og í Mannræktarskólann. Hún gekk næst í gegnum ákveðin próf hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands og stóðst prófin og hefur verið að vinna þar allar götur síðan.

Sjá einnig: Guðrún Kristín segist fá skilaboð frá látnu fólki – „Ég er ekki með einhvern spuna“

Í viðtalinu segir Guðrún frá því að hún hefur fengið skilaboð um að hún verði 96 ára. Hún rifjar upp lífshættulegt atvik þegar hún var í Taílandi. „Þar keyrði á mig rúta og ég flaug um 30 metra í loft upp. Það hlýtur einhver ástæða að vera fyrir því að ég skuli vera á lífi. Ég á að hjálpa öðru fólki,“ segir hún.

Spáði fyrir falli Wow air

Guðrún nefnir nokkra atburði sem hún hefur spáð fyrir, meðal annars fall flugfélagsins Wow air.

„Ég sá fyrir fall Wow air, ég sá einnig fyrir fjármálaglæpi og glæpaklíkur frá Eystrasaltslöndunum, þar sem glæpir fara harðnandi, meðal annars skotvopn yrðu höfð um hönd og að almenningur myndi krefjast þess að meira fjármagn yrði lagt í löggæsluna. Ég spáði einnig hneyksli í Þjóðkirkjunni 2019 sem varð til þess að margir sögðu sig úr henni. Í síðustu áramótaspá sá ég klofning innan Sjálfstæðisflokksins og að Bjarni Benediktsson færi halloka, þar sem hann hefur misst mikið af trúverðugleika sínum, og ég kom líka inn á Samherjamálið,“ segir hún.

Guðrún segir að það gerist sjaldan að fólk efist um hæfni hennar og hæfileika. Það hefur gerst tvisvar á þeim 20 árum sem hún hefur starfað við þetta að fólk hefur óskað eftir endurgreiðslu.

Þú getur lesið viðtalið við Guðrúnu í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar
Fókus
Í gær

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs