fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Vilborg um augnablikið þegar hún sá Helga Björns í fyrsta skipti – Ást við fyrstu sýn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 13:00

Vilborg Halldórsdóttir, leikkona. Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilborg Halldórsdóttir leikkona er í skemmtilegu forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Vikunnar sem var að koma út. Hún ræðir um æskuna, ástríðuna fyrir leiklistinni og hjónaband sitt og tónlistarmannsins Helga Björnssonar.

Vilborg og Helgi hafa verið saman í yfir fjóra áratugi. Þau kynntust á balli í Hnífsdal árið 1977 og segir Vilborg að það hafi verið ást við fyrstu sýn.

„Við féllumst einhvern veginn í faðma, dönsuðum síðasta dansinn og síðan voru ljósin kveikt. Þá var ballið búið, en ekki hjá okkur. Við dönsuðum tangó út í hríðina og erum búin að vera saman síðan,“ segir Vilborg í viðtalinu.

Helgi Björnsson og Vilborg Halldórsdóttir. Mynd/Myndabanki Torgs.

Vilborgu og Helga var greinilega ætlað að koma saman. Áður en þau hittust í fyrsta skipti sá Vilborg aftan á Helga, tvisvar.

„Ég var að ganga niður Frakkastíginn þegar ég sé í sýn aftan á háan, grannan, ljóshærðan mann í bláum frakka ganga á undan mér niður brekku einhvers staðar. Svo bara gleymdi ég því en löngu seinna birtist þessi mynd nákvæmlega svona þegar Helgi gekk á undan mér niður bratta brekku á Ísafirði. Þá líkamnaðist myndin sem ég hafði séð mörgum mánuðum áður.“

Nú fjörutíu árum seinna eru þau enn saman og góðir vinir, sem skiptir miklu máli að sögn Vilborgar. Hún segir virðingu og húmor einnig skipta miklu máli. Hún vill þó ekki vera bara þekkt sem „Vilborg hans Helga“ og segist vita hvernig hún á að breyta því. „Það er með því að skapa mín eigin listaverk og ég er með nokkur í farvatninu,“ segir hún.

Þú getur lesið viðtalið við Vilborgu í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát