fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Þingmaður gekk nakinn framhjá myndavélinni á miðjum þingfundi

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við á Íslandi getum verið þakklát fyrir það að flest okkar fái að mæta í vinnuna í dag þrátt fyrir yfirstandandi heimsfaraldur. Staðan er ekki jafn góð í öðrum löndum, til dæmis Kanada, þar sem þingfundir fara fram á Zoom.

Í gær lak skjáskot á netið frá þingfundi þar sem sjá má nakinn þingmann í einum ramma. Vel sást í allan líkama mannsins en heppilegt var að hann náði að halda símtóli fyrir framan kynfæri sín. Fólk var ekki lengi að átta sig á því hvaðan myndin væri þar sem sitt hvorum megin við nakta manninn voru fánar Kanada og Quebec-fylkis.

Erfitt var að greina út frá myndinni hver maðurinn væri, þar sem andlit hans sést ekki vel. Þingmaðurinn Will Amos steig þó fram á Twitter og viðurkenndi að þetta væri hann sem hefði verið gripinn glóðvolgur nakinn fyrir framan myndavélina. Hann segist hafa verið að skipta um föt þar sem hann var á leið út að hlaupa og að hann hafi gleymt að slökkva á myndavélinni.

Á Twitter hefur Will hefur fengið fjölda hrósa fyrir einstaklega góðan líkamsvöxt en aðrir benda honum á að það sé bannað samkvæmt lögum að taka ljósmyndir af þingfundum og því geti hann kært þann sem tók myndina.

Annar þingmaður tjáði sig um atvikið á næsta þingfundi þar sem hún sagði:

„Það gæti verið nauðsynlegt að minna meðlimi á, sérstaklega karlkyns, að bindi og jakki eru skylda en það eru einnig skyrta, nærbuxur eða buxur. Við erum öll búin að sjá að þessi þingmaður er í frábæru formi en ég held að það þurfi að minna alla á að fara varlega og hafa stjórn á myndavélinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna