fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Vildi fremja sjálfsmorð eftir kynlífið með honum

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 22:00

Holly Madison er lengst til hægri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný þáttaröð um bók Holly Madison, Down the Rabbit Hole, kemur út á næsta ári en bókin fjallar um líf Madison sem kærasta klámkóngsins, Hugh Hefner. Madison var rétt rúmlega tvítug þegar hún flutti inn í Playboy-setrið og hélt hún gæti bara djammað og haft gaman og lifað lífinu. Þarna hafði Madison mjög rangt fyrir sér því það voru fullt af skilmálum sem hún þurfti að uppfylla. The Sun greinir frá.

Stuttu eftir að hún var byrjuð að sækja partý hjá Hefner þá buðu hinar stelpurnar henni sljóvgandi lyf til að hún gæti þolað það að sofa hjá honum. Hún afþakkaði en hún sá eftir því um leið og henni var sagt að fara í svefnherbergið til Hefner.

„Það var engin nánd, engir kossar eða neitt. Þetta gekk svo fljótt yfir að eina sem ég man eftir er að hafa þungan líkama ofan á mér,“ segir Madison. Seinna var hún farin að taka þátt í kynsvalli ásamt Hefner tvisvar í viku.

Kynlífið var þó ekki eina sem hún var neidd í að gera á meðan hún bjó í setrinu því hún var með útivistarbann og átti að slíta öllum samskiptum við umheiminn. Hefner var með niðurlægjandi athugasemdir við allt um Madison og neitaði að leyfa henni að hitta sálfræðing þegar hún varð þunglynd.

„Að drekkja mér var eina rökrétta leiðin til að komast úr þessu fáránlega lífi. Ég gat ekki tekið þjáningunni lengur,“ segir Madison en að lokum náði hún að koma sér frá setrinu og árið 2009 flutti hún út fyrir fullt og allt.

Hún átti eftir að gifta sig, eignast börn og lifa góðu lífi eftir tíma sinn á Playboy-setrinu en þetta er tími sem hún segist svo sannarlega sjá eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir